Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. apríl til 13. maí.

Óendanleiki hringrásar, HönnunarMaí og skiptimarkaðir

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna sóttvarnaraðgerða og að áhorfendur þurfa að virða fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

HönnunarMars hefst

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 19.–23. maí
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Hin tólf ára hátíð, HönnunarMars, fer fram nokkrum mánuðum eftir marsmánuð vegna Covid-19 faraldursins. Þessi uppskeruhátíð hönnunar fagnar því sem er nýtt og spennandi í hönnunarheiminum þar sem sjá má óvæntar nálganir og lífleg sköpunarverk. Hátíðin verður opnuð 1.–9. maí með farandsýningunni Öllum hnútum kunnug sem stoppar við í Hafnarhúsinu. Sýningin er þverfaglegt verkefni sem skoðar táknræna vídd reipisins í norrænni samtímamenningu. Hönnuðir að þessari fyrstu röð verka eru Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Theresa Himmer. Fleiri sýningar, fyrirlestrar og viðburðir verða kynntir þegar nær dregur, en sem fyrr segir byrjar sjálf hátíðin 19. maí ef sóttvarnir leyfa.

Ung-Yrkja og Sinfó

Hvar? Harpa
Hvenær? 23. apríl kl. 12.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ung-Yrkja er verkefni sem er sérstaklega lagað að ungum tónskáldum. Í ár voru valin til þátttöku tónskáldin Ingibjörg Elsa Turchi, Katrín Helga Ólafsdóttir (K.óla) og Hjalti Nordal, en þau hafa starfað með Sinfóníuhljómsveit Íslands síðastliðið ár. Nú frumflytur hljómsveitin afrakstur vinnu þeirra fyrir áhorfendum.

Tumi Árnason & Magnús Trygvason Eliassen

Hvar? Mengi
Hvenær? 24. apríl kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen blása og slá til tónleika þar sem verður flutt nýtt efni af komandi plötu kolleganna í bland við þjóðþekkta slagara úr smiðju tvíeykisins. Magnús og Tumi gáfu út plötuna Allt er ómælið árið 2019, en á næstunni er væntanleg önnur breiðskífa frá tvíeykinu.

Barnamenningarhátíð: Listrænt ákall til náttúrunnar

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 25. apríl 
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Þessi samsýning er afrakstur samstarfs barna við lista- og vísindafólk og kennara í leikskólum og grunnskólum í Reykjavík. Alls 42 listamenn túlka verk 800 barna úr fimmtán skólum. Afraksturinn byggir á þverfaglegri nálgun þar sem nemendur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina.

Skiptimarkaður

Hvar? Munasafn Reykjavíkur og Loft
Hvenær? 28. apríl & 29.-30. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Skiptimarkaðir ættu að vera öllum vel kunnugir landsmönnum, en þeir stuðla að því að minnka neyslu og auka notagildi, en tveir fara fram í apríl. Miðvikudaginn 28. apríl er skipst á fötum á Lofti. Laugardaginn og sunnudaginn 29. & 30. maí getur fólk kíkt við í Munasafn Reykjavíkur og skipst á bókum, handverki og peysum. 

Uppfært: Viðburðinum í Munasafni Reykjavíkur hefur verið frestað frá apríl í maí. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 28. apríl, 5. & 12. maí
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með kvartettinum Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal þann 28., með Unu Stef og Stefáni S. Stefánssyni 5. maí, og tríóinu Hist 12. maí.

Kardemommubærinn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 2. maí til 10. október
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Skáldskapur norska listamannsins Thorbjörns Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna og Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið Þjóðleikhússins reglulega allar götur síðan. Verkið fjallar um indæla bæinn sem er fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum, en allt fer í uppnám þegar ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan heimsækja hann.

Kok

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 5. & 9. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 5.200 kr.

Ljóða- og myndlistarbókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur öðlast nýtt líf sem tónlistar- og leikhúsupplifun. Ljóð Kristínar fjalla á óvenjulega beinskeyttan hátt um samband og sambandsleysi, ást og andúð, þrá og skeytingarleysi þar sem mannlegt eðli er afhjúpað í öllum sínum dýrlega breyskleika. Verkið er sett upp í tengslum við tónlistarhátíðina Óperudaga, í samvinnu við leikhópinn Svartan jakka.

Sumarnótt

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 7. maí til 19. september
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Líkt og The Visitors er Sumarnótt sjö rása vídeóinnsetning eftir Ragnar Kjartansson þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigðinni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana.

Reddingakaffi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6. júní kl. 13.00-16.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Reddingakaffi Munasafns Reykjavíkur hefur göngu sína á ný, en þessi óformlegi hittingur fer fram fyrstu helgi í hverjum mánuði að sumri til. Fólk mætir með brotna hluti og vinur að því, með hjálp handlaginna sjálfboðaliða, að lagfæra þá. Gætt verður að sóttvörnum, en hægt er að panta tíma fyrirfram. Einnig verður kvikmynd sýnd fyrir þátttakendur.

Uppfært: Viðburðinum hefur verið seinkað úr maí í júní. Búið er að uppfæra dagsetninguna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu