Noemi Ehrat kom fyrst til Íslands árið 2015 til að starfa við hestamennsku yfir sumartímann. Þegar hún sneri aftur til heimalandsins ákvað hún að læra íslensku. Nú stundar hún nám í íslensku sem annað tungumál við Háskóla Íslands og stefnir á meistaragráðu í bókmenntafræði næsta haust.
„Ég er frá Zürich í Sviss og er með gráðu í enskri bókmenntafræði og stjórnmálafræði frá háskóla þar. Þar er allt öðruvísi en á Íslandi. Fólk er alltaf mjög stressað þar. Það er mjög gott að vera á Íslandi og vera bara smá róleg. Ég byrjaði svo að læra íslensku í Sviss, í háskóla í Zürich, því það var bara svo leiðinlegt að skilja ekki neitt. Svo kom ég aftur til Íslands hvert sumar til að vinna með hesta. Ég tók líka sumarnámskeið í Háskóla Íslands árið 2017. Ég kom aftur til Íslands í ágúst síðastliðinn til að hefja nám í íslensku sem annað …
Athugasemdir