Þegar vorið tekur völdin í Frakklandi rennur upp sú árstíð sem Frakkar kalla „tíma kirsuberjanna“ og þeir syngja um í samnefndu lagi sem er einn af tindunum í samanlagðri vísnasöngshefð þeirra: Le temps des cérises. Söngvarinn og leikarinn frægi, Yves Montand, söng það svo vel á síðustu öld, á hljómplötum og í kvikmynd sem honum var helguð, að varla verður betur gert. En orð og tónar þessa lags, sem er tregróf um horfna ást, vísa lengra en þau virðast segja: það er orðið órjúfandi tákn fyrir Parísarkommúnuna. Og á þessu vori er það í minningum haft að nú er liðin ein og hálf öld frá því að Parísarbúar risu upp með þeim hætti að það hefur bergmálað alla tíð síðan.
Á þessum árum hefur orðið „kommúna“ fengið margvíslega merkingu, það hefur verið notað, og þó kannske einkum misnotað, á alls kyns hátt og dregið á eftir sér fáséða og …
Athugasemdir