Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig

Ásta Krist­ín Guð­rún­ar­dótt­ir Páls­dótt­ir komst að því að fað­ir henn­ar væri ekki líf­fræði­leg­ur fað­ir henn­ar fyr­ir ára­tug. Hún leit­ar nú lífræði­legs föð­ur síns og von­ast til að fólk sem þekkti móð­ur henn­ar, Guð­rúnu Mar­gréti Þor­bergs­dótt­ur, geti orð­ið henni til að­stoð­ar í leit­inni.

Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Vill fjölga fólkinu í kringum sig Ásta Kristín segir forvitnina reka sig áfram í leitinni að líffræðilegum föður. Hún eigi frábæran pabba og góða fjölskyldu en vonast til að geta fjölgað fólki í kringum sig. Mynd: Facebook

Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var komin á fullorðinsaldur þegar hún komst að því að faðir hennar væri ekki lífræðilegur faðir hennar. Hún hefur því síðastliðinn áratug leitað líffræðilegs föður síns en móðir hennar dó árið 1991, þegar Ásta var aðeins fjögurra ára gömul. Hún segir forvitnina knýja sig áfram og vonast til þess að græða fleira fólk í kringum sig en fyrir eigi hún ótrúlegan fjölda af góðu fólki sem hún er afskaplega þakklát fyrir.

Móðir Ástu hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir og var fædd árið 1961. Hún var mikið í dansi segir Ásta dóttir hennar og í Íslendingabók er Guðrún sögð danskennari. Meðal annars vann Guðrún á Prikinu og á Orkustofnun.

Ásta fæddist í Reykjavík árið 1987, ólst þar upp og býr þar enn. „Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hinsvegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti í gærkvöldi. Sú færsla hefur vakið gríðarlega athygli og hefur verið deilt í hundruðum tilvika.

Ótrúlega heppin með pabba sinn

Spurð hvort hún hafi fengið einhverjar upplýsingar og þræði til að rekja segir Ásta að enn sem komið er hafi færslan ekki borið slíkan árangur, enda stutt síðan hún birti hana. „Ekki ennþá en það er fullt af fólki að senda mér vinabeiðnir og margir hafa gefið mér ráð um hvernig ég eigi að bera mig að við leitina. Ég er hins vegar eiginlega búin að prófa allt annað en að birta þetta svona opinberlega. Ég hef leitað í mörgum genabönkum og reynt að bera saman upplýsingar við Íslendingabók. Það er hins vegar alveg gríðarlega mikil vinna og ég hef af og til í mjög langan tíma verið að bera þetta saman, hingað til án árangurs.

Nú eru hins vegar komnir miklu fleiri hausar til að pæla í málinu, fólk sem hefur verið á alls konar stöðum á alls konar tímum. Sumir sem hafa verið að skrifa athugasemdir hafa augljóslega þekkt mömmu og ég er búin að sjá ótrúlega margar fallegar athugasemdir um hana sem mér þykir mjög vænt um. Fólk vill hjálpa mér, mjög mikið.“

„Á þessari vegferð hef ég þess vegna kynnst mömmu og það er mér dýrmætt“

Ásta var 24 ára þegar hún komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar. Tíu ár eru síðan það var og hefur hún frá þeim tíma leitað upplýsinga um hver líffræðilegur faðir hennar sé. „Ég byrjaði á að spyrja alla sem ég vissi að hefðu þekkt mömmu og hún hefði mögulega getað trúað fyrir hlutunum. Að sama skapi notaði ég tækifærið og spurði fólk um mömmu, rannsakaði eiginlega líf hennar svolítið því í þessu ferli uppgötvaði ég að ég vissi í raun sáralítið um hana, hvað hún hefði gert mikið í lífinu. Á þessari vegferð hef ég þess vegna kynnst mömmu og það er mér dýrmætt.“

Spurð hvernig faðir hennar hefði tekið uppgötvuninni segir Ásta að hann hafi tekið henni ótrúlega vel. „Eins og höfðingi. Hann er mín stoð og stytta, í lífinu en líka í þessari leit.“

Ásta útskýrir að hún hafi tekið ákvörðun um að birta Facebook-færsluna nú vegna þess að hún hafi verið örugg með ákvörðunina. „Ég var kannski ekki alveg viss hvernig fólk myndi tala um mömmu, hvort það yrði sárt kannski, en ég var orðin örugg í mínu skinni. Svo eru allir búnir að vera ótrúlega hlýir svo þetta hefur bara verið eflandi fyrir mig. Mig langaði ekki að þetta yrði eins og einhver sorgarasaga, þetta er það ekki, ég er ótrúlega heppin í lífinu og ótrúlega heppin með pabba minn. Ég er hins vegar forvitin um hver er líffræðilegur faðir minn og ef ég finn hann er ég vonandi bara að græða fleira fólk í kringum mig.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár