Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig

Ásta Krist­ín Guð­rún­ar­dótt­ir Páls­dótt­ir komst að því að fað­ir henn­ar væri ekki líf­fræði­leg­ur fað­ir henn­ar fyr­ir ára­tug. Hún leit­ar nú lífræði­legs föð­ur síns og von­ast til að fólk sem þekkti móð­ur henn­ar, Guð­rúnu Mar­gréti Þor­bergs­dótt­ur, geti orð­ið henni til að­stoð­ar í leit­inni.

Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Vill fjölga fólkinu í kringum sig Ásta Kristín segir forvitnina reka sig áfram í leitinni að líffræðilegum föður. Hún eigi frábæran pabba og góða fjölskyldu en vonast til að geta fjölgað fólki í kringum sig. Mynd: Facebook

Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var komin á fullorðinsaldur þegar hún komst að því að faðir hennar væri ekki lífræðilegur faðir hennar. Hún hefur því síðastliðinn áratug leitað líffræðilegs föður síns en móðir hennar dó árið 1991, þegar Ásta var aðeins fjögurra ára gömul. Hún segir forvitnina knýja sig áfram og vonast til þess að græða fleira fólk í kringum sig en fyrir eigi hún ótrúlegan fjölda af góðu fólki sem hún er afskaplega þakklát fyrir.

Móðir Ástu hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir og var fædd árið 1961. Hún var mikið í dansi segir Ásta dóttir hennar og í Íslendingabók er Guðrún sögð danskennari. Meðal annars vann Guðrún á Prikinu og á Orkustofnun.

Ásta fæddist í Reykjavík árið 1987, ólst þar upp og býr þar enn. „Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hinsvegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ segir Ásta í Facebook-færslu sem hún birti í gærkvöldi. Sú færsla hefur vakið gríðarlega athygli og hefur verið deilt í hundruðum tilvika.

Ótrúlega heppin með pabba sinn

Spurð hvort hún hafi fengið einhverjar upplýsingar og þræði til að rekja segir Ásta að enn sem komið er hafi færslan ekki borið slíkan árangur, enda stutt síðan hún birti hana. „Ekki ennþá en það er fullt af fólki að senda mér vinabeiðnir og margir hafa gefið mér ráð um hvernig ég eigi að bera mig að við leitina. Ég er hins vegar eiginlega búin að prófa allt annað en að birta þetta svona opinberlega. Ég hef leitað í mörgum genabönkum og reynt að bera saman upplýsingar við Íslendingabók. Það er hins vegar alveg gríðarlega mikil vinna og ég hef af og til í mjög langan tíma verið að bera þetta saman, hingað til án árangurs.

Nú eru hins vegar komnir miklu fleiri hausar til að pæla í málinu, fólk sem hefur verið á alls konar stöðum á alls konar tímum. Sumir sem hafa verið að skrifa athugasemdir hafa augljóslega þekkt mömmu og ég er búin að sjá ótrúlega margar fallegar athugasemdir um hana sem mér þykir mjög vænt um. Fólk vill hjálpa mér, mjög mikið.“

„Á þessari vegferð hef ég þess vegna kynnst mömmu og það er mér dýrmætt“

Ásta var 24 ára þegar hún komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar. Tíu ár eru síðan það var og hefur hún frá þeim tíma leitað upplýsinga um hver líffræðilegur faðir hennar sé. „Ég byrjaði á að spyrja alla sem ég vissi að hefðu þekkt mömmu og hún hefði mögulega getað trúað fyrir hlutunum. Að sama skapi notaði ég tækifærið og spurði fólk um mömmu, rannsakaði eiginlega líf hennar svolítið því í þessu ferli uppgötvaði ég að ég vissi í raun sáralítið um hana, hvað hún hefði gert mikið í lífinu. Á þessari vegferð hef ég þess vegna kynnst mömmu og það er mér dýrmætt.“

Spurð hvernig faðir hennar hefði tekið uppgötvuninni segir Ásta að hann hafi tekið henni ótrúlega vel. „Eins og höfðingi. Hann er mín stoð og stytta, í lífinu en líka í þessari leit.“

Ásta útskýrir að hún hafi tekið ákvörðun um að birta Facebook-færsluna nú vegna þess að hún hafi verið örugg með ákvörðunina. „Ég var kannski ekki alveg viss hvernig fólk myndi tala um mömmu, hvort það yrði sárt kannski, en ég var orðin örugg í mínu skinni. Svo eru allir búnir að vera ótrúlega hlýir svo þetta hefur bara verið eflandi fyrir mig. Mig langaði ekki að þetta yrði eins og einhver sorgarasaga, þetta er það ekki, ég er ótrúlega heppin í lífinu og ótrúlega heppin með pabba minn. Ég er hins vegar forvitin um hver er líffræðilegur faðir minn og ef ég finn hann er ég vonandi bara að græða fleira fólk í kringum mig.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár