Útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, hefur gefið sveitarfélaginu Skagaströnd þrjár fasteignir í þorpinu sem áður voru í eigu útgerðarfélagsins Skagstrendings. Kaupfélagið keypti Skagstrending af fjárfestingarfélagi Eimskipa árið 2004 og skrifaði þá undir viljayfirlýsingu um að halda áfram að styðja við atvinnulífið í plássinu, meðal annars með því að gera togarann Arnar áfram út þaðan. Þegar kaupfélagið keypti Skagstrending gerði útgerðin út tvo togara frá Skagaströnd, rak rækjuvinnslu í þorpinu og átti 8 þúsund tonna kvóta.
Meðal þeirra tveggja bygginga sem kaupfélagið nú gefur sveitarfélaginu Skagaströnd eru gömlu síldar- og rækjusverksmiðjurnar sem Skagstrendingur átti og þriðja fasteignin er skrifstofubygging sem meðal annars hýsir skrifstofur sveitarfélagsins. Forsvarsmenn kaupfélagsins gáfu þessar eignir með gjafaafsali þann 17. mars síðastliðinn en sagt var frá gjöfinni í Morgunblaðinu, blaði sem Kaupfélag Skagfirðinga á meira en 20 prósenta hlut í, fyrir páska.
„Við viljum með þessu láta gott af okkur leiða á Skagaströnd.“
Athugasemdir