Róbert Wessman, fjárfestir og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen, vildi láta koma höggi á tvo aðila í stjórnkerfinu, embættismenn. Annar þeirra er Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Ástæðan er sú að Haraldur er faðir Matthíasar Johannessen sem höfðaði skaðabótamál gegn Róberti og hafði betur árið 2018. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Ekki liggur fyrir hver hinn embættismaðurinn er. Samkvæmt annarri sjálfstæðri heimild Stundarinnar voru báðir embættismennirnir sem um ræðir háttsettir.
Um miðjan febrúar árið 2018 sneri Hæstiréttur Íslands við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Matthíasar Johannessen og dæmdi Róbert Wessman, Árna Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon til að greiða honum 640 milljónir króna ásamt vöxtum frá árinu 2010. Samanlagt varð upphæðin 1.400 milljónir króna. Deiluefnið snerist um viðskipti þeirra Róberts, Matthíasar og viðskiptafélaga Róberts, Árna Harðarsonar, með hlutabréf í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf. Umrætt félag átti 30 prósenta hlut í Alvogen og taldi Matthías sig hafa átt forkaupsrétt að 30 prósenta hlut í …
Athugasemdir