Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Róbert Wessman vildi láta koma höggi á ríkislögreglustjóra

Fjár­fest­ir­inn Ró­bert Wessman lagði á ráð­in um að koma höggi á tvo hátt­setta emb­ætt­is­menn með um­fjöll­un­um í fjöl­miðl­um. Með­al ann­ars er um að ræða Har­ald Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóra. Gögn um um­rætt mál eru hluti af rann­sókn­ar­gögn­um sem lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­vo­gen hef­ur und­ir hönd­um.

Róbert Wessman vildi láta koma höggi á ríkislögreglustjóra
Átti að koma höggi á Harald Samkvæmt heimildum Stundarinnar vildi Róbert Wessman meðal annars koma höggi á Harald Johannessen, þáverandi ríkislögreglustóra, eftir að sonur hans Matthías fékk dæmdar 1400 milljóna króna skaðabætur frá fjárfestinum. Mynd: Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Róbert Wessman, fjárfestir og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen, vildi láta koma höggi á tvo aðila í stjórnkerfinu, embættismenn. Annar þeirra er Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri. Ástæðan er sú að Haraldur er faðir Matthíasar Johannessen sem höfðaði skaðabótamál gegn Róberti og hafði betur árið 2018. Þetta herma heimildir Stundarinnar. 

Ekki liggur fyrir hver hinn embættismaðurinn er. Samkvæmt annarri sjálfstæðri heimild Stundarinnar voru báðir embættismennirnir sem um ræðir háttsettir. 

Um miðjan febrúar árið 2018 sneri Hæstiréttur Íslands við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Matthíasar Johannessen og dæmdi Róbert Wessman, Árna Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon til að greiða honum 640 milljónir króna ásamt vöxtum frá árinu 2010. Samanlagt varð upphæðin 1.400 milljónir króna. Deiluefnið snerist um viðskipti þeirra Róberts, Matthíasar og viðskiptafélaga Róberts, Árna Harðarsonar, með hlutabréf í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf. Umrætt félag átti 30 prósenta hlut í Alvogen og taldi Matthías sig hafa átt forkaupsrétt að 30 prósenta hlut í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
5
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár