Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, seg­ir að staða fé­lags­manna sé mjög veik. Þar ríki mik­ið at­vinnu­leysi og um helm­ing­ur hafi neit­að sér um heil­brigð­is­þjón­ustu síð­ustu sex mán­uði, tæp­lega helm­ing­ur Efl­ing­ar­kvenna eigi erfitt með að ná end­um sam­an og fjórð­ung­ur karla hef­ur varla tek­ið sum­ar­frí í fimm ár. Nú þurfi að hverfa frá grimmri stefnu og inn­leiða auð­mýkt og sann­girni á vinnu­mark­aði.

Hlutverk atvinnurekenda að sýna „auðmýkt og sanngirni“
Auðmýkt og sanngirni Sólveig Anna, formaður Eflingar, segir að hlutverk atvinnurekenda í endurreisn efnahagslífsins ætti að vera auðmýkt og sanngirni. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stundin ræddi við leiðtoga atvinnulífsins og stéttarfélaganna og lagði fyrir þá spurningar um hvernig samfélag þeir vildu sjá og berjast fyrir eftir að landinu tekst að komast í gegnum Covid-19 faraldurinn.

Hvernig telur þú æskilegt að endurreisa vinnumarkaðinn og koma samfélaginu út úr kreppunni þegar tök hafa náðst á heimsfaraldrinum?

„Efling gaf út plaggið Leið Eflingar út úr kreppunni, þar sem talað er um að kjarasamningar eigi í senn að snúast um að skipta vexti þjóðarframleiðslunnar yfir tíma og móta tekjuskiptingu og framfærsluaðstæður í landinu, með hag fjöldans að leiðarljósi. Opinbera kerfið eigi að vera öflugt og jafna tækifæri og lífsskilyrði milli stétta.

Við erum líka hrifin að Réttu leiðinni sem ASÍ gaf út síðasta sumar, þar sem hvatt var til þess að stjórnvöld gripu til aðgerða til að marka veginn út úr kreppunni til réttlátara samfélags, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Framtíðin sem þau vilja

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár