Sjónvarpsmyndin Sóttkví fjallar um þrjár vinkonur sem þurfa allar að fara í sóttkví í fyrstu bylgju Covid-19. Þær taka upp á því að veita hver annarri félagsskap og stuðning með reglulegum fjarfundum. Í einangruninni og álaginu magnast upp flóknar aðstæður úr lífi vinkvennanna, oft með skoplegum hætti.
Birna Anna Björnsdóttir og Auður Jónsdóttir skrifuðu handritið, en Reynir Lyngdal leikstýrir. Elma Lísa Gunnarsdóttir, Birgitta Birgisdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Hilmar Guðjónsson fara með hlutverk í myndinni. Myndin verður frumsýnd á RÚV 4. apríl kl. 20.05.
Athugasemdir