Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað: „Einhvern veginn er þetta loksins komið“

Reykja­nes­braut­inni er lok­að vegna ágangs áhuga­samra og var­úð­ar­ráð­stafna vegna eld­goss.

<span>Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað:</span> „Einhvern veginn er þetta loksins komið“
Grindavík Mynd sem barst frá íbúa í Grindavík. Mynd: Guðbjartur Agnarsson

Brennisteinslykt finnst nú í Grindavík og almannavarnir beina því til íbúa í Þorlákshöfn að loka gluggum og hækka hita í húsum vegna þess að búast megi við gasmengun í bænum.

Hraun er nú farið að flæða til suðurs og vesturs frá eldgosinu sem hófst í kvöld á sprungu á tveimur eða fleiri stöðum í Geldingagald við Fagradalsfjall. Lítill gosórói finnst, sem þykir óvenjulegt.

Sigurbjörg Vignisdóttir, íbúi í Grindavík, segir að eldgosið veki með henni undarlegar tilfinningar. „Í kvöld byrjaði að gjósa í Geldingagjölu en ekki á þeim stað þar sem vísindamenn höfðu búist við. Einhvern veginn er þetta loksins komið, á sama tíma hélt ég samt að þetta myndi aldrei gerast. En ég hef aldrei verið hrædd, hvorki við jarðskjálftana né við að það byrji að gjósa, en ég veit að það er fullt af fólki í kringum mig sem er skíthrædd.“ 

Hún segir að stemmingin í Grindavík sé misgóð. „Hér er mikil spenna og forvitni, sumir eru hræddir en öðrum þykir þetta spennandi. Það er ákveðinn léttir að gosið sé hafið og ég segi það í von um að skjálftar muni þá róast.“

Hún segir að nú sé mikill reitingur í bænum. „Fólk flykkist út að skoða eldgosið og reyna að fá góðar myndir og myndbönd. Gosið sést vel frá Grindavík og er eins og fallegt sólsetur. Það er einstaklega gott skyggni svo að þetta sérst allt mjög vel.

Sigurbjörg segir jafnframt að það sé gríðarleg mikil ásókn í að komast út á Reykjanesið núna úr Reykjavík. „Vinkona mín þurfti að berjast við að komast til Grindavíkur úr bænum. Brautinni var lokað frá Straumsvík.“

Örtröð á Reykjanesbraut

Reykjanesbrautinni lokað

Íbúi í Reykjanesbæ sem hringdi inn í útsendingu Rúv kvartar undan því að Reykjanesbrautin sé lokuð og fólk komist ekki heim til sín.

„Þetta er bara fáránlegt. Þetta er bara kolvitlaust fólk sem er að reyna að mynda einhvern bjarma. Brautin er stífluð af forvitnu fólki og heimamenn komast ekki heim til sín,“ sagði maðurinn, sem þurfti að hverfa frá vegna lokunar. „Það er ekkert betra að vera í bílunum sínum í gasmengun af eldgosi.“

Eldgosið í Geldingardal við Fagradalsfjall.
EldtungurHér má sjá eldtungur úr gosinu.

Léttir að gosið sé hafið

Undir það tekur Ingibergur Þór Jónasson, sem býr einnig í Grindavík. Hann náði þessum myndum þar sem sést í eldtungur um ellefuleytið í kvöld, þegar hann keyrði inn eftir Suðurstrandavegi í átt að Festisfjalli. Á heimleið lenti hann í umferðarþunga og segir að á Grindarvíkurvegi sé bíll við bíl alla leiðina, bílum lagt í kant við Seltjörn og mikil ásókn sé í að komast út á Reykjanes. 

Hann segir ákveðinn létti fylgja því að gosið sé hafið. „Þetta er búið að vera helvíti hér undanfarna daga og ekkert hægt að sofa vegna skjálftanna. Undanfarna daga hefur verið óþægilega rólegt því ég trúði aldrei öðru en að það myndi byrja að gjósa að lokum.“ Hann hafi óttast að þetta væri lognið á undan storminum, hvort það væri von á stórum skjálfta eða eldgosi. „Á sama tíma finnst mér þetta spennandi, ég elska náttúruna og elska að taka myndir og treysti því að okkur stafi engin ógn af eldgosinu.“

Í skjálftahrinunni hafi á einum tímapunkti liðið tæpir þrír sólarhringar þar sem hann náði ekki meira en tveimur og hálfum tíma í svefni. „Samt búum við í nýju og sterku húsi sem fór ekkert af stað. Þetta var bara komið svo nálægt okkur. Stóri skjálftinn um daginn var nánast undir húsinu mínu.“

Sér eldgosið úr bakgarðinum

Sólný Pálsdóttir, sem býr við jaðar byggðarinnar í Grindavík, segist hafa verið að horfa á sjónvarpið þegar bjarmi kom upp á himninum.

„Við erum alveg róleg. Ekkert drama. En ég er samt að bíða eftir að heyra fréttirnar. Það er útsýnispallur af svölunum hjá mér þar sem ég get séð þetta vel. Þetta er í bakgarðinum mínum, nánast.“

Sólný segir síðustu vikur hafa verið erfiðar. Hún upplifir óþægindi en ekki ógn. „Ég treysti því sem fræðimenn segja að þetta eigi ekki að ógna byggð. Þetta virðist ekki ætla að ógna byggðinni. Ég held að ég þurfi ekki að pakka, eða allavega vona ekki. Vonandi er þetta bara smásprenging og allir öruggir. Það er náttúrulega málið. Miðað við þessa skjálfta hefur maður verið að bíða eftir þessu. Fyrir þá sem upplifa þessa skjálfta er þetta svo mikið álag á taugakerfið. Þetta er kannski ekki ógnvekjandi, en þetta er óþægilega nálægt. Ég er ekki hrædd. Maður er kannski meira í smá ójafnvægi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár