Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi

Vísi­tala leigu­verðs er nú 3,2 pró­sent­um lægra en fyr­ir ári síð­an. Lækk­un milli janú­ar og fe­brú­ar nem­ur 1,5 pró­sent­um.

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi
Leiguverð lækkar Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu fer lækkandi. Mynd: Shutterstock

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið stiglækkandi síðustu tólf mánuði og er vísitala leiguverðs nú 3,2 prósentum lægra en fyrir ári síðan. Leita þarf aftur til júlímánaðar árið 2019 til að finna lægri vísitölu, utan eins mánaðar.

Þjóðskrá Íslands birtir vísitölu leiguverðs, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs leiguhúsnæðis, og var hún 197,5 stig í febrúar síðastliðnum. Það er lækkun um 1,5 prósent milli mánaða og síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan lækkað um 2 prósent. Vísitalan miðast við grunnpunktinn 100 frá því í janúar 2011.  

Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hóf að lækka í mars 2020. Í janúar og febrúar það ár var vísitala leiguverðs 204 stig en tók dýfu í mars og mældist þá 201,8 stig. Lækkunin hélt áfram og lægst fór vísitalan í maí síðastliðnum, niður í 195,3 stig. Leiguverð fór svo aftur hækkandi síðari hluta seinasta árs og allt fram til desember mánaðar síðastliðins þegar hún mældist 201,9 stig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár