Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendir páfa bréf: „Hvernig getur það verið synd að elska þau sem maður elskar?“

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra hef­ur í ann­að sinn sent bréf til páfans. „Þetta við­horf stríð­ir gegn allri heil­brigðri skyn­semi,“ skrif­ar hann.

Sendir páfa bréf: „Hvernig getur það verið synd að elska þau sem maður elskar?“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Er ráðherra utan þings en sækist eftir kjöri í komandi þingkosningum 25. september næstkomandi. Mynd: Pressphotos.biz

„Við óskum eftir því að vera viðurkennd af samfélaginu sem við sjálf,“ skrifar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður Vinstri grænna, í bréfi sínu til Frans páfa. Tilefni bréfsins er yfirlýsing frá Vatíkaninu, sem Frans páfi undirritaði, að kaþólskir prestar gætu aldrei staðfest hjónabönd fólks af sama kyni.

„Ég hef skrifað Francis páfa bréf og skorað á hann að draga til baka umdeilda ákvörðun um að banna blessun sambanda hjá samkynja pörum. Ég hvet hann til þess að taka af skarið gagnvart íhaldsömum öflum í kaþólsku kirkjunni og verja sjálfsögð mannréttindi hinsegin fólks,“ segir Guðmundur Ingi í færslu um bréfið á Facebook-síðu sinni

Í bréfinu vísar Guðmundur Ingi til áhrifamáttar Frans páfa, ábyrgðar hans og þess að kynhneigð sé ekki tilfallandi ákvörðun heldur eðlislægur hluti sums fólks. „Finndu kjarkinn í gegnum bænirnar og stattu með okkur,“ segir Guðmundur Ingi meðal annars.

Bréfið til páfa„Þetta viðhorf stríðir gegn allri heilbrigðri skynsemi,“ segir í bréfi Guðmundar Inga til páfa.

Á Facebook-síðu sinni hvetur Guðmundir Ingi aðra til að láta rödd sína heyrast. „Þetta er í annað skipti sem ég sendi Francis páfa bréf. Núverandi páfi hefur alltaf slegið mig sem góður og hjartahlýr maður og hann þarf hvatningu okkar og stuðning til góðra verka. Gleymum því aldrei að rödd okkar allra skiptir máli. Gefumst aldrei upp fyrir fordómum og þekkingarleysi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár