Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendir páfa bréf: „Hvernig getur það verið synd að elska þau sem maður elskar?“

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra hef­ur í ann­að sinn sent bréf til páfans. „Þetta við­horf stríð­ir gegn allri heil­brigðri skyn­semi,“ skrif­ar hann.

Sendir páfa bréf: „Hvernig getur það verið synd að elska þau sem maður elskar?“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson Er ráðherra utan þings en sækist eftir kjöri í komandi þingkosningum 25. september næstkomandi. Mynd: Pressphotos.biz

„Við óskum eftir því að vera viðurkennd af samfélaginu sem við sjálf,“ skrifar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður Vinstri grænna, í bréfi sínu til Frans páfa. Tilefni bréfsins er yfirlýsing frá Vatíkaninu, sem Frans páfi undirritaði, að kaþólskir prestar gætu aldrei staðfest hjónabönd fólks af sama kyni.

„Ég hef skrifað Francis páfa bréf og skorað á hann að draga til baka umdeilda ákvörðun um að banna blessun sambanda hjá samkynja pörum. Ég hvet hann til þess að taka af skarið gagnvart íhaldsömum öflum í kaþólsku kirkjunni og verja sjálfsögð mannréttindi hinsegin fólks,“ segir Guðmundur Ingi í færslu um bréfið á Facebook-síðu sinni

Í bréfinu vísar Guðmundur Ingi til áhrifamáttar Frans páfa, ábyrgðar hans og þess að kynhneigð sé ekki tilfallandi ákvörðun heldur eðlislægur hluti sums fólks. „Finndu kjarkinn í gegnum bænirnar og stattu með okkur,“ segir Guðmundur Ingi meðal annars.

Bréfið til páfa„Þetta viðhorf stríðir gegn allri heilbrigðri skynsemi,“ segir í bréfi Guðmundar Inga til páfa.

Á Facebook-síðu sinni hvetur Guðmundir Ingi aðra til að láta rödd sína heyrast. „Þetta er í annað skipti sem ég sendi Francis páfa bréf. Núverandi páfi hefur alltaf slegið mig sem góður og hjartahlýr maður og hann þarf hvatningu okkar og stuðning til góðra verka. Gleymum því aldrei að rödd okkar allra skiptir máli. Gefumst aldrei upp fyrir fordómum og þekkingarleysi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár