Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti

Sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­vo­gen greiddi 10 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir for­síð­um­fjöll­un í breska tíma­rit­inu World Fin­ance um Ró­bert Wess­mann síðla árs 2017. Ró­bert fékk svo við­skipta­verð­laun frá net­miðli sem er í eigu sama út­gáfu­fé­lags ár­ið 2018. Al­vo­gen svar­ar ekki spurn­ing­um um kost­un við­tals­ins.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti
Forsíðuumfjöllun og svo verðlaun Róbert Wessman fékk forsíðuumfjöllun um sig í ensku timariti og svo verðlaun sem besti lyfjaforstjórinn árið 2018 frá netmiðli í eigu sama útgáfufyrirtækis. Alvogen greiddi 10 milljónir fyrir forsíðuumfjöllunina. Róbert sést hér taka við verðlaununum.

Síðla árs 2017 var samið um það að greidd yrðu um 70 þúsund pund, nærri 10 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, fyrir það að fjárfestirinn Róbert Wessman yrði í forsíðuviðtali við enska tímaritið World Finance. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Tímaritið er gefið út af samnefndu útgáfufyrirtæki sem er með aðsetur í London. Viðtalið var 10 blaðsíður og var einnig samið um markaðssetningu á því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Greiðandi kaupverðsins á viðtalinu var Alvogen, samheitalyfjafyrirtækið sem Róbert stofnaði og stýrir.

Róbert Wessman er forstjóri og einn eigandi Alvogen sem og líftæknifyrirtækisins Alvotech sem rekur lyfjaverksmiðjuna á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Stjórnendur Alvotech reyna nú að fá lífeyrissjóðina til að fjárfesta í verksmiðjunni. Róbert Wessman er sjálfur stærsti hluthafinn í Alvotech í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem heitir Alvotech Holding S.A. en Róbert á tæp 39 prósent í því. Endanlegt eignarhald á fyrirtækjaeignum Róberts í Alvogen og Alvotech er svo í sjóði í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi.

Róbert og fyrirtæki á hans vegum hafa stundað það í gegnum árin að greiða erlendum aðilum og fyrirtækjum fyrir jákvæða umfjöllun um sig og er þetta hluti af markvissri ímyndarsköpun hans og fyrirtækisins. Alvogen og Alvotech nota þessar keyptu, jákvæðu umfjallanir svo til að auglýsa og kynna fyrirtækið á Íslandi og erlendis. 

Í Stundinni í dag er fjallað um þennan þátt í ímyndarsköpun Róberts Wessmann og viðskipti Róberts með lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni sem fyrirtækið fékk að byggja á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. 

70 þúsund bresk pundSamkvæmt heimildum Stundarinnar greiddi Alvogen 70 þúsund bresk pund, tæpar 10 milljónir króna, fyerir umfjöllunina um Róberts Wessman í World Finance.

Alvogen velur að svara ekki  

Í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen og Alvotech, Elísabetu Hjaltadóttur, er þeirri spurningu ekki svarað hvort Alvogen hafi greitt um 70 þúsund bresk pund fyrir þessa umfjöllun til útgáfufélagsins í London og er vísað til fyrri umfjöllunar fjölmiðla um viðskiptaverðlaun sem Róbert Wessman fékk um svipað leyti frá sama útgáfufyrirtæki. „Vísað er til fyrri svara Halldórs Kristmannssonar sem hafði þessi mál með höndum,“ segir í svari Elísabetar, en umræddur Halldór, sem séð hefur um upplýsingamál fyrir Róbert Wessman og Alvogen í gegnum árin, var aldrei spurður spurninga um kostun umrædds viðtals eða upphæðir á bak við þessa kostuðu umfjöllun.

Alvogen kýs því að svara ekki spurningunni um greiðslu vegna umfjöllunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár