Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti

Sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­vo­gen greiddi 10 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir for­síð­um­fjöll­un í breska tíma­rit­inu World Fin­ance um Ró­bert Wess­mann síðla árs 2017. Ró­bert fékk svo við­skipta­verð­laun frá net­miðli sem er í eigu sama út­gáfu­fé­lags ár­ið 2018. Al­vo­gen svar­ar ekki spurn­ing­um um kost­un við­tals­ins.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti
Forsíðuumfjöllun og svo verðlaun Róbert Wessman fékk forsíðuumfjöllun um sig í ensku timariti og svo verðlaun sem besti lyfjaforstjórinn árið 2018 frá netmiðli í eigu sama útgáfufyrirtækis. Alvogen greiddi 10 milljónir fyrir forsíðuumfjöllunina. Róbert sést hér taka við verðlaununum.

Síðla árs 2017 var samið um það að greidd yrðu um 70 þúsund pund, nærri 10 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, fyrir það að fjárfestirinn Róbert Wessman yrði í forsíðuviðtali við enska tímaritið World Finance. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Tímaritið er gefið út af samnefndu útgáfufyrirtæki sem er með aðsetur í London. Viðtalið var 10 blaðsíður og var einnig samið um markaðssetningu á því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Greiðandi kaupverðsins á viðtalinu var Alvogen, samheitalyfjafyrirtækið sem Róbert stofnaði og stýrir.

Róbert Wessman er forstjóri og einn eigandi Alvogen sem og líftæknifyrirtækisins Alvotech sem rekur lyfjaverksmiðjuna á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Stjórnendur Alvotech reyna nú að fá lífeyrissjóðina til að fjárfesta í verksmiðjunni. Róbert Wessman er sjálfur stærsti hluthafinn í Alvotech í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem heitir Alvotech Holding S.A. en Róbert á tæp 39 prósent í því. Endanlegt eignarhald á fyrirtækjaeignum Róberts í Alvogen og Alvotech er svo í sjóði í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi.

Róbert og fyrirtæki á hans vegum hafa stundað það í gegnum árin að greiða erlendum aðilum og fyrirtækjum fyrir jákvæða umfjöllun um sig og er þetta hluti af markvissri ímyndarsköpun hans og fyrirtækisins. Alvogen og Alvotech nota þessar keyptu, jákvæðu umfjallanir svo til að auglýsa og kynna fyrirtækið á Íslandi og erlendis. 

Í Stundinni í dag er fjallað um þennan þátt í ímyndarsköpun Róberts Wessmann og viðskipti Róberts með lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni sem fyrirtækið fékk að byggja á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. 

70 þúsund bresk pundSamkvæmt heimildum Stundarinnar greiddi Alvogen 70 þúsund bresk pund, tæpar 10 milljónir króna, fyerir umfjöllunina um Róberts Wessman í World Finance.

Alvogen velur að svara ekki  

Í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen og Alvotech, Elísabetu Hjaltadóttur, er þeirri spurningu ekki svarað hvort Alvogen hafi greitt um 70 þúsund bresk pund fyrir þessa umfjöllun til útgáfufélagsins í London og er vísað til fyrri umfjöllunar fjölmiðla um viðskiptaverðlaun sem Róbert Wessman fékk um svipað leyti frá sama útgáfufyrirtæki. „Vísað er til fyrri svara Halldórs Kristmannssonar sem hafði þessi mál með höndum,“ segir í svari Elísabetar, en umræddur Halldór, sem séð hefur um upplýsingamál fyrir Róbert Wessman og Alvogen í gegnum árin, var aldrei spurður spurninga um kostun umrædds viðtals eða upphæðir á bak við þessa kostuðu umfjöllun.

Alvogen kýs því að svara ekki spurningunni um greiðslu vegna umfjöllunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu