Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti

Sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­vo­gen greiddi 10 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir for­síð­um­fjöll­un í breska tíma­rit­inu World Fin­ance um Ró­bert Wess­mann síðla árs 2017. Ró­bert fékk svo við­skipta­verð­laun frá net­miðli sem er í eigu sama út­gáfu­fé­lags ár­ið 2018. Al­vo­gen svar­ar ekki spurn­ing­um um kost­un við­tals­ins.

Greiddi 10 milljónir fyrir forsíðumfjöllun um Róbert Wessmann í ensku tímariti
Forsíðuumfjöllun og svo verðlaun Róbert Wessman fékk forsíðuumfjöllun um sig í ensku timariti og svo verðlaun sem besti lyfjaforstjórinn árið 2018 frá netmiðli í eigu sama útgáfufyrirtækis. Alvogen greiddi 10 milljónir fyrir forsíðuumfjöllunina. Róbert sést hér taka við verðlaununum.

Síðla árs 2017 var samið um það að greidd yrðu um 70 þúsund pund, nærri 10 milljónir íslenskra króna á gengi þess tíma, fyrir það að fjárfestirinn Róbert Wessman yrði í forsíðuviðtali við enska tímaritið World Finance. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Tímaritið er gefið út af samnefndu útgáfufyrirtæki sem er með aðsetur í London. Viðtalið var 10 blaðsíður og var einnig samið um markaðssetningu á því í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Greiðandi kaupverðsins á viðtalinu var Alvogen, samheitalyfjafyrirtækið sem Róbert stofnaði og stýrir.

Róbert Wessman er forstjóri og einn eigandi Alvogen sem og líftæknifyrirtækisins Alvotech sem rekur lyfjaverksmiðjuna á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni. Stjórnendur Alvotech reyna nú að fá lífeyrissjóðina til að fjárfesta í verksmiðjunni. Róbert Wessman er sjálfur stærsti hluthafinn í Alvotech í gegnum fyrirtæki í Lúxemborg sem heitir Alvotech Holding S.A. en Róbert á tæp 39 prósent í því. Endanlegt eignarhald á fyrirtækjaeignum Róberts í Alvogen og Alvotech er svo í sjóði í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi.

Róbert og fyrirtæki á hans vegum hafa stundað það í gegnum árin að greiða erlendum aðilum og fyrirtækjum fyrir jákvæða umfjöllun um sig og er þetta hluti af markvissri ímyndarsköpun hans og fyrirtækisins. Alvogen og Alvotech nota þessar keyptu, jákvæðu umfjallanir svo til að auglýsa og kynna fyrirtækið á Íslandi og erlendis. 

Í Stundinni í dag er fjallað um þennan þátt í ímyndarsköpun Róberts Wessmann og viðskipti Róberts með lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni sem fyrirtækið fékk að byggja á grundvelli samnings við Reykjavíkurborg og Háskóla Íslands. 

70 þúsund bresk pundSamkvæmt heimildum Stundarinnar greiddi Alvogen 70 þúsund bresk pund, tæpar 10 milljónir króna, fyerir umfjöllunina um Róberts Wessman í World Finance.

Alvogen velur að svara ekki  

Í svari frá upplýsingafulltrúa Alvogen og Alvotech, Elísabetu Hjaltadóttur, er þeirri spurningu ekki svarað hvort Alvogen hafi greitt um 70 þúsund bresk pund fyrir þessa umfjöllun til útgáfufélagsins í London og er vísað til fyrri umfjöllunar fjölmiðla um viðskiptaverðlaun sem Róbert Wessman fékk um svipað leyti frá sama útgáfufyrirtæki. „Vísað er til fyrri svara Halldórs Kristmannssonar sem hafði þessi mál með höndum,“ segir í svari Elísabetar, en umræddur Halldór, sem séð hefur um upplýsingamál fyrir Róbert Wessman og Alvogen í gegnum árin, var aldrei spurður spurninga um kostun umrædds viðtals eða upphæðir á bak við þessa kostuðu umfjöllun.

Alvogen kýs því að svara ekki spurningunni um greiðslu vegna umfjöllunarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár