Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki Guð­finnu Bjarna­dótt­ur hef­ur feng­ið greiðsl­ur frá Land­spít­al­an­um um­fram þau mörk sem mið­að er við að fram­kvæma eigi út­boð. Land­spít­al­inn seg­ir fjár­hags­lega hag­kvæmt að við­halda samn­ingn­um við fyr­ir­tæk­ið.

Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs

Ráðgjafarfyrirtækið LC Ráðgjöf ehf. í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins og háskólarektors, og eiginmanns hennar, hefur fengið 57 milljónir króna í greiðslur frá opinberum aðilum frá vormánuðum 2018. Ekkert verkefnanna hefur farið í útboð samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum og þau hafa ekki verið gerð á grundvelli rammasamnings um slík innkaup.

Rúmlega þriðjungur upphæðarinnar, eða 23,5 milljónir króna, er tilkominn vegna verkefna fyrir Landspítalann frá desember 2018 til dagsins í dag. Er sú upphæð nokkuð yfir viðmiðunarfjárhæð laga um í hvaða tilvikum verk skal boðið út. Opinberu aðilarnir, sem LC Ráðgjöf hefur unnið fyrir frá apríl 2018, eru Landbúnaðarháskólinn, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Háskóli Íslands, Þjóðskrá Íslands, forsætisráðuneytið og loks Landspítalinn. Heildarupphæð reikninga á þessu tímabili nemur 57 milljónum króna.

LandspítalinnRáðgjafafyrirtæki Guðfinnu hefur unnið reglulega fyrir Landspítalans frá 2014 hið minnsta.

Í svari Landspítalans við fyrirspurn Stundarinnar um málið kemur fram að á baki reikningunum frá LC …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
5
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár