Hrópandi ósamræmi er á milli lýsinga kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, á dvölinni þar og skýrslum Barnaverndarstofu um starfsemina. Átta konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því að forstöðumaður heimilisins, Ingjaldur Arnþórsson, hafi beitt þær harðræði, ofríki og líkamlegu og andlegu ofbeldi á þeim tíma er þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu sem Ingjaldur rak á árunum 2000 til 2007.
Ef horft er á skýrslur ráðgjafa Barnaverndarstofu, sem gerðar voru eftir heimsóknir á meðferðarheimilið og skýrslur utanaðkomandi eftirlitsmanns kemur í ljós mikill munur á milli upplifunar þeirra aðila og á lýsingum kvenna sem vistaðar voru á heimilinu á líðan sinni og því hvernig komið var fram við þær. Í umræddum skýrslum ráðgjafa Barnaverndarstofu kemur því sem næst alltaf fram mjög jákvæð mynd af heimilinu. Konur sem Stundin hefur rætt við hafa hins vegar lýst framkomu sem hafi orsakað mikla vanlíðan, ótta og andlegt niðurbrot.
Meðferðarheimilið …
Athugasemdir