Nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um þjóðkirkjuna mun auka sjálfstæði hennar og færa ákvörðunarvald yfir henni að mestu leyti til kirkjuþings. Hefur Áslaug Arna talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og boðaði að vinna við slíkt færi af stað í fyrra, en ekki er minnst á aðskilnað í frumvarpinu.
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í vikunni og var samið af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Er efni þess liður í að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum, rétt eins og samningur um árlega 2,7 milljarða króna gagngreiðslu frá ríki til kirkju til ársins 2034.
Nafni þjóðkirkjunnar er einnig breytt úr „íslenska þjóðkirkjan“ í „þjóðkirkjan á Íslandi“. Er það nafn það sama og kemur fram í 62. grein stjórnarskrárinnar þar sem tengsl ríkis og kirkju eru skýrð: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana …
Athugasemdir