Þjónusta þjóðkirkjunnar fest í lög

Ekki er minnst á að­skiln­að rík­is og kirkju í nýju frum­varpi um þjóð­kirkj­una. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra boð­aði að vinna við slíkt yrði haf­in ár­ið 2020. Sjálf­stæði kirkj­unn­ar er eflt, en henni fal­ið að veita þjón­ustu um land allt.

Þjónusta þjóðkirkjunnar fest í lög
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra hefur lagt nýtt frumvarp um þjóðkirkjuna fram á Alþingi. Mynd: xd.is

Nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um þjóðkirkjuna mun auka sjálfstæði hennar og færa ákvörðunarvald yfir henni að mestu leyti til kirkjuþings. Hefur Áslaug Arna talað fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og boðaði að vinna við slíkt færi af stað í fyrra, en ekki er minnst á aðskilnað í frumvarpinu.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í vikunni og var samið af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Er efni þess liður í að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum, rétt eins og samningur um árlega 2,7 milljarða króna gagngreiðslu frá ríki til kirkju til ársins 2034.

Nafni þjóðkirkjunnar er einnig breytt úr „íslenska þjóðkirkjan“ í „þjóðkirkjan á Íslandi“. Er það nafn það sama og kemur fram í 62. grein stjórnarskrárinnar þar sem tengsl ríkis og kirkju eru skýrð: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár