Um er að ræða opinn og faglegan vettvang þar sem vandað efni um myndlist á heima sem og efni skapað af fólkinu sem skapar sjálfa senuna.
Tímarit tileinkað myndlist
Starkaður Sigurðarson, ritstjóri tímaritsins glænýja, segir markmiðið að hafa efnið í blaðinu fjölbreytt, enda af nógu að taka eins og sagt er. Hann bætir við að þó hægt sé að finna tiltölulega mikið af umfjöllun um myndlist hér á landi þá sé hún oftast fundin á stöðum þar sem myndlist er ekki aðalviðfangsefnið. Nýja tímaritið er tileinkað myndlist, og eingöngu myndlist. Það hefur vantað vettvang þar sem sviðsljósinu er varpað á listina. „Ætlun blaðsins er að skapa öfluga útgáfu, fjölbreytta og aðgengilega, vegna þess að myndlistarsenan á Íslandi er öflug, fjölbreytt og aðgengileg. Við viljum að fleiri viti af henni og taki þátt í henni,“ bætir Starkaður við.
Ekkert grín að gefa út myndlistartímarit
Í gegnum tíðina hafa tímarit verið gefin …
Athugasemdir