Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 12. mars til 1. apríl.

Þýskir krimmar, geislavirkir vísindamenn og himintunglin

Margt er á döfinni í menningarlífinu næstu vikur. Athugið að tímasetningar gætu breyst með stuttum fyrirvara vegna almannavarna og að áhorfendur þurfa að virða bæði fjöldatakmarkanir og grímuskyldu.

Þýskir kvikmyndadagar

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12.-21. mars
Aðgangseyrir: 1.690 kr. á mynd

Þessi árlega kvikmyndahátíð er þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Opnunarmyndin, Berlin Alexanderplatz, er byggð á samnefndri skáldsögu Alfreds Döblin frá 1929, en gerð var sjónvarpssería um efnið á 9. áratugnum. Kvikmyndin fellur inn í sagnahefð mafíumynda Bandaríkjanna, sem segja frá innflytjendum og glæpum sem raunveruleika ameríska draumsins, nema þá að þessi mynd er frá sjónarhorni svarts innflytjanda í Þýskalandi og þýska draumsins. Fjöldinn allur af öðrum kvikmyndum eru til sýnis, meðal annars fjölskyldumyndin When Hitler Stole Pink Rabbit, sem fjallar um gyðingafjölskyldu á flótta, ástarsagan No Hard Feelings sem gerist í flóttamannabúðum, og hjartnæma systkinasagan My Little Sister.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 13., 20. & 27. mars kl. 13.00
Aðgangseyrir: 4.200 kr.

Stúlkan sem stöðvaði heiminn er hrífandi myndræn upplifun fyrir stóra og smáa sem fjallar um hugrekki, endurvinnslu og umbreytingu. Stórkostlegur sköpunarkraftur helst í hendur við kraumandi ímyndunarafl. Áhorfendur eru leiddir úr einni veröld í aðra sem eru hver annarri forvitnilegri, furðulegri og fallegri.

Mjúk skel

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 28. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi sýning sækir innblástur sinn í líf vísindakonunnar Marie Skłodowska Curie og eiginmanns hennar, Pierre, en þau tvö uppgötvuðu geislavirku efnin pólóníum og radíum. Sýningin er abstrakt túlkun á andrúmsloftinu í íbúð hjónanna – atburðarás eituráhrifa og tilfinning fyrir óþekktri ógn sem þú sérð ekki en skynjar að sé til staðar.

Menning á miðvikudögum - Jelena Ćirić

Hvar? Salurinn
Hvenær? 17. mars kl. 12.15
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Tónlistarkonan Jelena Ćirić gaf út smáskífuna Shelter one síðastliðið haust, en þar má finna fyrir áhrifum þriggja landa – Serbíu, Kanada og Íslands – sem skipa stóran sess í lífi hennar. Tónlistin er eins konar jarðbundin þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Hún flytur plötuna með fiðlu- og víóluleikara og harmónikuleikara.

Múlinn jazzklúbbur

Hvar? Harpa
Hvenær? 17., 24., & 31. mars kl. 20:00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Djasshópurinn Múlinn hefur verið að í tólf ár og spilar núna gjarnan í Flóa, sal Hörpu, þar sem auðvelt er að virða fjarlægðarmörk. Þrennir tónleikar fara fram á næstunni: með trommuleikaranum Erik Qvick um „Hard Bop“ tímabilið, Kvintett Phil Doyle fer með frumsamið efni og síðari tíma jazz standarda og fagnað verður aldarafmæli Jóns Múla.

Halló, geimur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 9. janúar
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á sýningunni er skyggnst inn í undraveröld himingeimsins með hjálp listaverka eftir 23 listamenn sem eru í safneign Listasafns Íslands. Verkin teygja sig yfir alla 20. öldina. Sjá má framúrstefnuleg verk þar sem himintunglin eru skoðuð með þjóðsagnir og forsagnir í huga og síðar nýrri verk eftir að mannfólkið braust út fyrir gufuhvolf jarðar.

Já/Nei

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? 18. mars til 9. maí
Aðgangseyrir: 1.880 kr.

Auður Lóa vinnur gjarnan með hversdagslegt myndefni og sterkt myndmál. Á sýningunni er engu líkara en að gengið sé inn í leitarsögu listamannsins á internetinu. Í salnum ægir saman tugum skúlptúra sem vísa í sögu, samtíma, listasögu, dægurmenningu, pólitík og hið fyndna og undarlega.

The Last kvöldmáltíð

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? Til 26. mars
Aðgangseyrir: 5.800 kr.

Leikritið gerist eftir hrun mannlegs samfélags og fjallar um fimm manna fjölskyldu sem býr á botni tómrar sundhallar í Reykjavík, einangruð frá umheiminum. Þau gera allt til þess að horfast ekki í augu við sjálf sig og hvaða áhrif gjörðir þeirra hafa haft á heiminn.

Stórsveit Reykjavíkur - Jón Múli 100 ára

Hvar? Harpa
Hvenær? 21. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.900 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar, en flutt verða öll þekktustu lög hans í glænýjum útsetningum. Gestasöngvarar verða Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson en auk þeirra er líklegt að spennandi leynigestir skjóti upp kollinum.

The Vintage Caravan

Hvar? Streymistónleikar á www.vVenue.events 
Hvenær? 27. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Þrímenningarnir í sækadelísku rokksveitinni The Vintage Caravan spila blúsrokk í anda Deep Purple og Led Zeppelin. Þrátt fyrir að enginn meðlimur TVC hafi verið fæddur þegar áðurnefndu sveitirnar hengdu upp hljóðfæri sín spila strákarnir tónlist sína af mikilli innlifun og skemmta sér konunglega við það. Fimmta plata þeirra, Monuments, er væntanleg í apríl.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu