„Það eru tvö sendiráð í byggingunni, sendiráð Íslands og Svíþjóðar, sem gerir það að verkum, auk brunavarna, að gerðar eru strangar kröfur um að það liggi fyrir vitneskja um hverjir og hversu margir eru í byggingunni á hverjum tímapunkti,“ segir Michael Blomqvist, starfsmaður sænsku ríkisstofnunarinnar Svenska fastighetsverk, aðspurður um mál Hunter Biden, sonar Joe Biden, sem leigði skrifstofu í húsi í eigu sænska ríkisins í Washington árið 2017. Hunter flutti á endanum úr húsinu vegna ítrekaðra brota á öryggisreglum þess. Greint er frá málinu á forsíðu sænska dagblaðsins Dagens Nyheter í dag.
Sendiráð Íslands er með skrifstofur sínar í umræddu húsi, House of Sweden, sem liggur við Potomac-ána í Washington og hefur sendiráðið dregist inn í umræðuna um mál Hunter Biden vegna þessa. Geir H. Haarde, fyrrverandi …
Athugasemdir