Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið

316. spurningaþraut: Í hvaða á er Skógafoss? Ef þið vitið það er eitt stig komið

315. spurningaþraut, hér er hún.

***

Aukaspurningar:

Á myndinni hér að ofan, hver er líklega sá stoltaralegi karl sem höggvið hefur hinn sem er að falla?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða tónlistarmaður samdi og söng af miklum krafti lagið Declare Independence — eða Lýsið yfir sjálfstæði!

2.   Í hvaða á er Skógafoss?

3.   Marie Curie var fyrsta manneskjan sem fékk Nóbelsverðlaun tvívegis, en hún hlaut verðlaun bæði í eðlis- og síðan efnafræði. Hún giftist til Frakklands og bjó þar síðari hluta ævinnar en hverrar þjóðar var hún í raun?

4.   Hvaða skelfilega drepsótt lagði allt að helming Evrópubúa að velli um miðja fjórtándu öld?

5.   Hver er höfundur Gunnlaðarsögu?

6.   Frá hvaða landi kemur Volvo upphaflega?

7.   Kristrún Mjöll Frostadóttir er að fara í framboð til Alþingis fyrir ... hvaða flokk?

8.   Hvað þýðir orðið 'Ndrangheta?

9.   Hún er orðin 81 árs en ennþá á fullu að syngja, enda mála sannast að við „þurfum enga aðra hetju“. Hvað heitir hún?

10.   Árið 1977 lögðu tvö lítil ómönnuð geimför upp í langferð út í óravíðáttur geimsins og hún stendur enn í þeim skilningi að menn eru enn — 44 árum seinna — í sambandi við þau og fá öðru boð frá þeim. Þau heita sama nafninu en bera númerin 1 og 2. Hvað heita þessi litlu geimför?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er stjórnmálamaðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Björk.

2.   Skógá.

3.   Pólsk.

4.   Svarti dauði.

5.   Svava Jakobsdóttir.

6.   Svíþjóð.

7.   Samfylkinguna.

8.   Þetta er ítalska mafía frá Calabriu, en „mafía“ dugar alveg.

9.   Tina Turner.

10.   Voyager 1 og 2.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Skarphéðinn. Hann er þarna að höggva Þráin Sigfússon úti á ísilagðri Rangá, en nafnið hans eitt dugar.

Á neðri myndinni er Ólafur Thors.

***

Og þraut gærdagsins, hér finniði hana líka.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár