Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun

„Stór­slys“, sem er í upp­sigl­ingu varð­andi heilsu ís­lenskra kvenna, er hvat­inn að und­ir­skrifta­söfn­un­inni „Stöðv­um að­för að heilsu kvenna“. Að­drag­and­inn er að grein­ing leg­háls­sýna á að fara fram í Dan­mörku í stað Ís­lands. Erna Bjarna­dótt­ir, forsprakki söfn­un­ar­inn­ar, seg­ir vanta upp á virð­ingu við not­end­ur krabba­meins­skim­ana.

Horfði á sjónvarpsfréttir og fann sig knúna til að hefja undirskriftasöfnun
Erna Bjarnadóttir Forsprakki Stöðvum aðför að heilsu kvenna fer fram á að öryggi og heilsu kvenna sé tryggð með því að greining leghálssýna verði framkvæmd hér á landi í stað Danmörku

„Greining leghálssýna hefur verið flutt úr landi, þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Við förum fram á að þessu verði breytt og öryggi og heilsa kvenna verði tryggð.“

Með þessum orðum byrjar ákall til heilbrigðisráðherra í formi undirskriftarsöfnunarinnar „Stöðvum aðför að heilsu kvenna“ en vísar til þess að um áramót tók heilsugæslan yfir leghálskimanir af Krabbameinsfélaginu en eftir stóðu tvö þúsund og fjögur hundruð sýni ógreind sem send átti til Danmörku til greiningar en svo hefur ennþá ekki verið gert. 

Undirskriftasöfnunin var sett af stað þann 21. febrúar síðastliðinn af Ernu Bjarnadóttur og Margréti Hildi Ríkarðsdóttur og hafa þegar 2.188 manns skrifað undir. Erna Bjarnadóttir segir í samtali við Stundina hafa með því að stofna til undirskriftarsöfnunar vilja reyna að „ljá þeim rödd sem þetta brennur á“.

Nafnið fengið frá varaformanni læknaráðs 

Nafnið er að sögn Ernu fengið úr viðtali við Gunnar Bjarna Ragnarsson, varaformann læknaráðs Landspítala, sem birtist síðastliðinn laugardag á RÚV en hann sagði í téðu viðtali að það fyrirkomulag að senda leghálssýni úr landi til greiningar vera aðför að heilsu kvenna.

„Læknaráð sjái sig knúið til að vekja athygli á því að stórslys sé í uppsiglingu. Þúsund leghálssýni sem tekin voru í janúar og febrúar hafa enn ekki verið send til greingar í Danmörku,“ sagði í fréttinni. „Þetta er engin smá yfirlýsing frá þessum stað,“ segir Erna í samtali við Stundina. 

Eftir að hafa séð fréttina ákvað hún yrði að stofna hóp á Facebook undir sama heiti og koma af stað undirskriftasöfnun. „Ég var heima hjá mér á laugardagskvöldinu og horfði á þessar fréttir og horfði á Helga Björns og hugsaði með mér, þetta gengur ekki, það er eitthvað mikið að hérna, það er enginn að ná utan um þessa umræðu og nú þarf eitthvað gott fólk að stíga fram og koma einhverju viti í þetta,“ segir hún.

Hún stofnaði hópinn þá daginn eftir eða á konudeginum og hugsaði sér að halda baráttunni áfram fram að 8. mars næstkomandi, sem er alþjóðalegur baráttudagur kvenna.

Meðhöndlaðar eins og excel skjal

Sjálf hefur Erna þurft að bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsskoðun en þó aðeins í nokkra daga. „Ég hef einu sinni þurft að fara í ástungu á brjósti eftir að myndataka sýndi eitthvað. Ég man bara hvað mér leið illa að vera bíða eftir einhverjum niðurstöðum og það voru bara nokkrir dagar. Ég hugsa með mér, hvernig líður þessum konum sem eru í þessum sporum, að vera bara meðhöndlaðar eins og eitthvað excelskjal og það skipti engu máli hvort skjalið sé skoðað í dag eða þrjá mánuði, þú færð ekki einu sinni að vita hvar skjalið þitt er í ferlinu.“ Af þessu þykir henni að það vanti virðingu fyrir notendum þjónustunnar.   

Treysta ekki þjónustunni

Um leið og undirskriftasöfnunin og hópurinn var kominn í loftið létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Ég fékk viðbrögð frá fjöldanum öllum af konum. Margar eru til dæmis óánægðar með það að færa eigi skimunina inn á heilsugæsluna, þær hafa verið ánægðar með þjónustuna í Skógarhlíð en notendur þjónustunnar, konur, eru ekki spurðar álits þegar henni er breytt,“ segir Erna.

Traustið á þjónustunni er að hennar mati algjörlega rúið. „Þeir sem hafa haft samband við mig lýsa því þannig að þær bera ekki traust til þessa nýja fyrirkomulags. Það vantar mikið upp á fræðslu til þeirra og svo eru þeir aldrei spurðir hvað þeir vilja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár