Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Teatime í þrot og segir upp 16 manns

Tekj­ur af tölvu­leik tæknifyr­ir­tæk­is­ins dugðu ekki til. Við­ræð­ur um sölu á fyr­ir­tæk­inu eða auk­ið fjár­magn báru ekki ár­ang­ur.

Teatime í þrot og segir upp 16 manns
Leiður yfir málalokum Þorsteinn var áður einn af stofnendum og lykilmönnum Plain Vanilla sem seldi árið 2016 spurningaleikinn QuisUp fyrir 850 milljónir króna. Áður hafði rekstri Plain Vanilla verið hætt sökum þess að ekki fengust tekjur til rekstrarins í gegnum leikinn.

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Teatime hefur sagt upp öllum starfsmönnum sínum og er hætt starfsemi. Tekjur fyrirtækisins af þeim leikjum sem það hefur gefið út, fyrst og fremst spurningaleiknum Trivia Royal, dugðu einfaldlega ekki til að sögn Þorsteins B. Friðrikssonar, eins stofnenda fyrirtækisins.

Teatime var stofnað árið 2017 af fyrrverandi eigendum og lykilstjórnendum Plain Vanilla. Það hefur hannað og sett á markað smáforritaleiki fyrir snjalltæki.

Öllum starfsmönnum var sagt upp síðastliðinn föstudag. „Við erum að loka,“ segir Þorsteinn. „Við gáfum út leik núna í sumar, Trivia Royal, sem náði ansi miklum vinsældum í Bandaríkjunum. Tekjurnar úr leiknum hafa hins vegar ekki verið nægar til að standa undir rekstri fyrirtækisins hérna heima, því miður. Það gekk bara ekki upp og við þurfum að loka, jafn leiðinlegt og það er.“

Uppsagnirnar eru viðbrögð við því að fyrirtækið sé að fara í þrot. „Við vorum alveg fram á síðustu stundu í viðræðum um fjármagn og jafnvel sölu á fyrirtækinu en þegar það gekk ekki upp þá var þetta eina mögulega niðurstaðan. Við erum ekki búin að fara með fyrirtækið í gjaldþrotaskipti en það er yfirvofandi.“

Þorsteinn segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að selja afurðir fyrirtækisins, þá fyrst og fremst umræddan leik, Trivia Royal. Hann segir ljóst að fjárfestar muni tapa fjármunum vegna þessa, en það fari fyrst og fremst eftir því hvort hægt sé að koma leikjunum í verð. „Langstærstur hluti fjármunanna sem við höfum fengið hefur verið frá erlendum áhættufjárfestingasjóðum, sem gera ráð fyrir að fjárfestingum geti fylgt áhætta. Við erum búin að fá inn frekar mikið fjármagn erlendis frá sem að mestu leyti hefur farið í að borga laun hér á landi. Ég lít svo á að bæði Plain Vanilla og Teatime sé svona útungunarstöð fyrir ungt tæknimenntað fólk og að þjóðhagslegur ávinningur Íslands af þessu brölti hjá mér og okkur sé mjög mikill, þó að hlutirnir gangi ekki alltaf upp.“

Sama vandmál með að afla tekna

Teatime þróaði tækni til að notendur gætu spilað tölvuleiki hver við annan, í átt við leikinn QuisUp sem Plain Vanilla þróaði. Lengra var þó farið með þá tækni hjá Teatime og einblínt á að fólk gæti átt í persónulegri samskiptum hvert við annað við spilun leiksins en verið hafði. Þannig var hægt að sýna viðbrögð við spilun leiksins Trivia Royale í gegnum myndavélar snjalltækja sem hann var spilaður á.

Erlendir fjárfestar fjárfestu háum fjárhæðum í Teatime, meðal annars fjárfestingasjóðir á borð við Index Ventures og Atomico. Fyrirtækið safnaði milljarði íslenskra króna á innan við tólf mánuðum frá stofnun og fékk töluverða fjármuni frá fleiri fjárfestum eftir það.

Trivia Royale náði all miklum vinsældum og varð meðal annars mjög vinsæll í Bandaríkjunum og Bretlandi. Um mitt ár í fyrra var leikurinn efstur á vinsældalista App Store í Bandaríkjunum yfir ókeypis leiki og var vinsælli en smáforrit eins og Instagram og TikTok. Hins vegar reyndist erfitt að ná inn tekjum í gegnum leikinn, líkt og gerðist með QuisUp, sem að endanum varð báðum fyrirtækjum, Plain Vanilla og Teatime, að falli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár