Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjöldauppsögn hjá Plain Vanilla: „Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum“

Fjór­tán manns var sagt upp störf­um hjá tölvu­leikja­fram­leið­and­an­um Plain Vanilla í dag. Upp­sagn­irn­ar koma í kjöl­far kaupa banda­ríska tölvu­leikja­fé­lags­ins Glu Mobile á stór­um hlut í fé­lag­inu. Starfs­menn tölvu­leikja­fé­lag­ins hafa orð á því á það fé­lag­ið hafi ver­ið að brenna pen­inga und­an­far­in miss­eri.

Fjöldauppsögn hjá Plain Vanilla: „Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum“

Fjórtán manns var sagt upp störfum hjá tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla í dag. Það er nærri tuttugu prósent allra starfsmanna félagsins en áður voru starfsmenn um áttatíu talsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar störfuðu margir þeirra sem sagt var upp störfum í hinni svokölluðu content-deild, deild sem hélt utan um framleiðslu á spurningum fyrir QuizUp leikinn sjálfan. Að minnsta kosti fimm manns voru reknir úr þeirri deild og er það stór hluti deildarinnar.

Stundin hefur rætt við nokkra þeirra sem voru reknir í dag. Nær allir höfðu orð á því að uppsögnin hafi ekki komið þeim á óvart. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum,“ segir einn fyrrverandi starfsmaður Plain Vanilla. Tveir starfsmenn höfðu orð á því á það félagið hafi verið verið að brenna peninga undanfarin misseri. „Það má orða það þannig að við höfum verið að kveikja í peningum. Við erum búnir að vinna á þessu hlutafé til að fá einhverja peninga til baka,“ segir annar fyrrverandi starfsmaður Plain Vanilla.

Ljóst er að uppsagnirnar tengjast kaupum bandaríska tölvuleikjafélagsins Glu Mobile á stórum hlut í Plain Vanilla. Samkvæmt frétt mbl.is er stefnt að sameiningu fyrirtækjanna á næstu 15 mánuðum. „Þeir eru að reka fyrirtæki með fullt af fólki og peningurinn kláraðist fyrir einhverju síðan, eins og gengur og gerist. Það er alltaf verið að spyrja hvernig fyrirtækið sé að græða pening en það hefur ekki verið að gera það. Það er ekkert leyndarmál. Nú er það þannig að það þarf að finna meira fjármagn og það gerist í þessum iðnaði að þú færð ekki jafn mikið fjármagn og þarf til að keyra svona batterí með fullt af fólki,“ segir einn þeirra starfsmanna sem var rekinn í dag.

Stundin greindi nýverið frá því að miklar væringar hafi verið á meðal starfsmanna félagsins. Starfsmenn höfðu óskað eftir að fá trúnaðarmann á vinnustaðinn en dregið var úr því af yfirmönnum. Trúnaðarmaður var þó kosinn nýverið á vinnustaðnum. Í þeirri frétt kom einnig fram að fjöldi starfsmanna væru hræddir við Gunnar Hólmstein Guðmundsson, rekstrarstjóra félagsins.

Síðastliðinn desember fjallaði Stundin um fjárhagsstöðu félagsins en rekstrarkostnaður Plain Vanilla hefur verið gífurlega mikill, en hann nam rúmlega tveimur milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. Í fyrra voru rekstrartekjurnar 845 milljónir króna en voru 222 milljónir króna árið þar áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra en í fyrra komu nær allar tekjur fyrirtækisins, rúmlega 873 milljónir króna, frá hluthöfum fyrirtækisins erlendis.

Viðskiptablaðið greindi frá því í seinustu viku að launakostnaður Plain Vanilla hafi numið 873 milljónum króna árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár