Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fjöldauppsögn hjá Plain Vanilla: „Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum“

Fjór­tán manns var sagt upp störf­um hjá tölvu­leikja­fram­leið­and­an­um Plain Vanilla í dag. Upp­sagn­irn­ar koma í kjöl­far kaupa banda­ríska tölvu­leikja­fé­lags­ins Glu Mobile á stór­um hlut í fé­lag­inu. Starfs­menn tölvu­leikja­fé­lag­ins hafa orð á því á það fé­lag­ið hafi ver­ið að brenna pen­inga und­an­far­in miss­eri.

Fjöldauppsögn hjá Plain Vanilla: „Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum“

Fjórtán manns var sagt upp störfum hjá tölvuleikjaframleiðandanum Plain Vanilla í dag. Það er nærri tuttugu prósent allra starfsmanna félagsins en áður voru starfsmenn um áttatíu talsins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar störfuðu margir þeirra sem sagt var upp störfum í hinni svokölluðu content-deild, deild sem hélt utan um framleiðslu á spurningum fyrir QuizUp leikinn sjálfan. Að minnsta kosti fimm manns voru reknir úr þeirri deild og er það stór hluti deildarinnar.

Stundin hefur rætt við nokkra þeirra sem voru reknir í dag. Nær allir höfðu orð á því að uppsögnin hafi ekki komið þeim á óvart. „Þetta kemur mér ekkert á óvart. Fyrirtæki með enga innkomu hlýtur að þurfa að fækka starfsmönnum,“ segir einn fyrrverandi starfsmaður Plain Vanilla. Tveir starfsmenn höfðu orð á því á það félagið hafi verið verið að brenna peninga undanfarin misseri. „Það má orða það þannig að við höfum verið að kveikja í peningum. Við erum búnir að vinna á þessu hlutafé til að fá einhverja peninga til baka,“ segir annar fyrrverandi starfsmaður Plain Vanilla.

Ljóst er að uppsagnirnar tengjast kaupum bandaríska tölvuleikjafélagsins Glu Mobile á stórum hlut í Plain Vanilla. Samkvæmt frétt mbl.is er stefnt að sameiningu fyrirtækjanna á næstu 15 mánuðum. „Þeir eru að reka fyrirtæki með fullt af fólki og peningurinn kláraðist fyrir einhverju síðan, eins og gengur og gerist. Það er alltaf verið að spyrja hvernig fyrirtækið sé að græða pening en það hefur ekki verið að gera það. Það er ekkert leyndarmál. Nú er það þannig að það þarf að finna meira fjármagn og það gerist í þessum iðnaði að þú færð ekki jafn mikið fjármagn og þarf til að keyra svona batterí með fullt af fólki,“ segir einn þeirra starfsmanna sem var rekinn í dag.

Stundin greindi nýverið frá því að miklar væringar hafi verið á meðal starfsmanna félagsins. Starfsmenn höfðu óskað eftir að fá trúnaðarmann á vinnustaðinn en dregið var úr því af yfirmönnum. Trúnaðarmaður var þó kosinn nýverið á vinnustaðnum. Í þeirri frétt kom einnig fram að fjöldi starfsmanna væru hræddir við Gunnar Hólmstein Guðmundsson, rekstrarstjóra félagsins.

Síðastliðinn desember fjallaði Stundin um fjárhagsstöðu félagsins en rekstrarkostnaður Plain Vanilla hefur verið gífurlega mikill, en hann nam rúmlega tveimur milljörðum króna á síðastliðnum tveimur árum. Í fyrra voru rekstrartekjurnar 845 milljónir króna en voru 222 milljónir króna árið þar áður. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið í fyrra en í fyrra komu nær allar tekjur fyrirtækisins, rúmlega 873 milljónir króna, frá hluthöfum fyrirtækisins erlendis.

Viðskiptablaðið greindi frá því í seinustu viku að launakostnaður Plain Vanilla hafi numið 873 milljónum króna árið 2014.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár