Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr

314. spurningaþraut: Kafbátur, nasistaforingi, forseti og fallinn múr

Þrautin í gær, munduði eftir að gæta að henni?

***

Fyrri aukaspurning:

Svart fólk var ekki beinlínis hluti af fína fólkinu á Bretlandi á 19. öld, en sú er þó raunin í sjónvarpsseríu einni, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hvað heitir sjónvarpsserían?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét sá forseti Venesúela sem lést 2013?

2.   Ása Ólafsdóttir, Benedikt Bogason, Björg Thorarensen, Ingveldur Einarsdóttir, Karl Axelsson, Ólafur B. Þorvaldsson og Sigurður Tómas Magnússon. Hvaða fólk er þetta? 

3.   Hvaða ár féll Berlínarmúrinn?

4.   Svanhildur Konráðsdóttir tók árið 2017 við gagnmerku starfi í menningargeiranum íslenska. Hún veitir forstöðu ... hverju?

5.   Hvað hét nasistaforinginn sem Ísraelsmenn rændu í Argentínu 1960?

6.   Hvaða fræga hljómsveit söng um kafbát?

7.   Í grískum goðsögnum segir frá því að jötunn einn hafi komist í svo mikla ónáð guðanna að hann var lokum hlekkjaður niður og píndur þannig að örn kroppaði í lifur hans á hverjum degi. Hvað hét jötunninn?

8.   Í norrænum goðsögum segir á sama hátt frá Loka sem guðirnir hlekkja niður og eiturnaðra lætur eitur drjúpa í andlit hans. Kona Loka heldur hins vegar skál yfir andliti hans svo eitrið drjúpi í hana. Hvað heitir hin trygglynda kona Loka?

9.   Stundum verður kona Loka hins vegar að losa skálina, þegar hún er orðin full. Hvað gerist þá?

10.   Hvað hét sú drottning af Kastilíu sem kostaði — ásamt manni sínum — för Kristófers Kólumbusar yfir Atlantshafið?

Síðari aukaspurning:

Af hvaða tegund er bíllinn hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Chavez.

2.   Þau eru núverandi Hæstaréttardómarar.

3.   1989.

4.   Hörpu.

5.   Eichmann.

6.   Bítlarnir.

7.   Prómeþeifur.

8.   Sigyn.

9.   Þá skelfur Loki svo við að fá eitrið framan í sig að jarðskjálftar verða.

10.   Ísabella.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið efst er úr sjónvarpsseríunni Bridgerton.

Bíllinn hvíti er af gerðinni Citroën.

***

Og hlekkur á þrautina síðan í gær!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár