***
Aukaspurning:
Á myndinni hér að ofan er hluti (aðeins hluti!) af umslagi einnar frægustu hljómplötu 20. aldar. Hver er platan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir hundur Mikka Músar?
2. Hver lék aðalkvenhlutverkið í víðfrægri bandarískri gamanmynd frá 1959? Myndin hét, meðal annarra orða, Some Like It Hot.
3. Um 1980 hófst hið svokallaða „íslenska kvikmyndavor“. Nokkru á undan þeim myndum Ágústs Guðmundssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og fleiri, sem mörkuðu þetta kvikmyndavor, þá frumsýndi Reynir Oddsson glæpamynd sem taldist til tíðinda en var reyndar umdeild. Hún þótti ekki mjög fáguð. Hún var frumsýnd 1977 en hvað hét þessi mynd?
4. Hvað heitir höfuðborgin í Afganistan?
5. Hvað heitir tónlistarhátíðin sem haldin er fyrstu dagana í nóvember ár hvert — að minnsta kosti þegar farsóttir leyfa?
6. Hver er kunnasti atburðurinn sem gerst hefur við franska bæinn Verdun?
7. Hvaða Íslendingur klippti stórmyndirnar Atomic Blonde með Charlize Theron, John Wick með Keanu Reeves og fleiri?
8. Hvaða dýr er barrakúda?
9. Frakkar eru eða voru alla vega heilmiklir bílaframleiðendur. Þrjár bílategundir framleiddar í Frakklandi hafa náð mestum vinsældum. Hvað heita þær? Hér verður fólk að hafa tvær tegundir réttar til að fá stig.
10. Mawsynram og Cherrapunji eru þeir tveir bæir í veröldinni þar sem mest rignir. Úrkomumagnið er tæpir 12 metrar á ári. Í Reykjavík er það til samanburðar 0,7 metri eða þar um bil. Bæirnir tveir eru örskammt hvor frá öðrum í sama landinu. Hvaða land er það?
***
Síðari aukaspurning:
Hver situr hér fyrir neðan og les?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Plútó.
2. Marilyn Monroe.
3. Morðsaga.
4. Kabúl.
5. Iceland Airwaves.
6. Orrusta í fyrri heimsstyrjöldinni. Hafa verður stríðið rétt til að fá stig.
7. Elísabet Ronaldsdóttir.
8. Fiskur.
9. Renault, Peugeot og Citroën.
10. Indland.
***
Svör við aukaspurningum:
Platan hét og heitir The Dark Side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd. Hér má sjá albúmið allt:

En maðurinn sem las í bók á neðri myndinni var Einar Benediktsson skáld og athafnamaður.
***
Látið nú eftir yður að reyna yður við þrautina frá því í gær, en hér leynist hlekkur á hana.
Athugasemdir