***
Fyrri aukaspurning.
Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?
***
Aðalspurningar:
1. Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta?
2. Árið 1066 var háð fræg orrusta þar sem heitir Hastings á Englandi. Hvað hét foringi þeirra sem sigruðu?
3. Hvað heitir eini Nóbelsverðlaunahafi Kanadamanna í bókmenntum?
4. Fyrir hvaða kjördæmi situr Páll Magnússon á þingi?
5. Hver skrifaði ævisögu Halldórs Kiljans Laxness í þremur bindum, sem nefndust Halldór, Kiljan og Laxness?
6. North, Saint, Chicago og Psalm. Hvaða nöfn eru þetta?
7. Óðurinn til gleðinnar er hluti af hvaða tónverki?
8. Á hvaða reikistjörnu geisar gríðarlegur stormur sem kallaður er „Rauði bletturinn“?
9. Guðlaug Þorsteinsdóttir er geðlæknir en þegar hún var ung að árum var hún langfremst íslenskra kvenna í ... hverju?
10. Í hvaða ríki er borgin Zaragoza?
***
Síðari aukaspurning.
Á myndinni hér að neðan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Sarajevo.
2. Vilhjálmur.
3. Alice Munro.
4. Suðurkjördæmi.
5. Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
6. Börn Kim Kardashian og Kanye West.
7. Níundu sinfóníu Beethovens.
8. Júpíter.
9. Skák.
10. Á Spáni.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Sanna Marin, forsætisráðherra Finna.
Á neðri myndinni er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Það er siður hér að gefa rétt fyrir nöfn Íslendinga ef þeir nota tvö nöfn, þótt föður-, móður- eða ættarnafn vanti. Því dugar Sanna Magdalena í þessu tilviki.
***
Athugasemdir