308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

Þraut frá í gær, hlekkur.

***

Fyrri aukaspurning.

Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta?

2.   Árið 1066 var háð fræg orrusta þar sem heitir Hastings á Englandi. Hvað hét foringi þeirra sem sigruðu?

3.   Hvað heitir eini Nóbelsverðlaunahafi Kanadamanna í bókmenntum?

4.   Fyrir hvaða kjördæmi situr Páll Magnússon á þingi?

5.   Hver skrifaði ævisögu Halldórs Kiljans Laxness í þremur bindum, sem nefndust Halldór, Kiljan og Laxness?

6.   North, Saint, Chicago og Psalm. Hvaða nöfn eru þetta?

7.   Óðurinn til gleðinnar er hluti af hvaða tónverki?

8.   Á hvaða reikistjörnu geisar gríðarlegur stormur sem kallaður er „Rauði bletturinn“?

9.   Guðlaug Þorsteinsdóttir er geðlæknir en þegar hún var ung að árum var hún langfremst íslenskra kvenna í ... hverju?

10.   Í hvaða ríki er borgin Zaragoza?

*** 

Síðari aukaspurning.

Á myndinni hér að neðan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sarajevo.

2.   Vilhjálmur.

3.   Alice Munro.

4.   Suðurkjördæmi.

5.   Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

6.   Börn Kim Kardashian og Kanye West.

7.   Níundu sinfóníu Beethovens.

8.   Júpíter.

9.   Skák.

10.   Á Spáni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sanna Marin, forsætisráðherra Finna.

Á neðri myndinni er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Það er siður hér að gefa rétt fyrir nöfn Íslendinga ef þeir nota tvö nöfn, þótt föður-, móður- eða ættarnafn vanti. Því dugar Sanna Magdalena í þessu tilviki.

***

Og þrautin frá í gær, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár