Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

Þraut frá í gær, hlekkur.

***

Fyrri aukaspurning.

Á myndinni hér að ofan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.   Hlaupsárdaginn 29. febrúar 1996 lauk lengsta hernaðarumsátri um nokkra borg á seinni tímum. Það hafði staðið í þrjú ár, tíu mánuði, þrjár vikur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta?

2.   Árið 1066 var háð fræg orrusta þar sem heitir Hastings á Englandi. Hvað hét foringi þeirra sem sigruðu?

3.   Hvað heitir eini Nóbelsverðlaunahafi Kanadamanna í bókmenntum?

4.   Fyrir hvaða kjördæmi situr Páll Magnússon á þingi?

5.   Hver skrifaði ævisögu Halldórs Kiljans Laxness í þremur bindum, sem nefndust Halldór, Kiljan og Laxness?

6.   North, Saint, Chicago og Psalm. Hvaða nöfn eru þetta?

7.   Óðurinn til gleðinnar er hluti af hvaða tónverki?

8.   Á hvaða reikistjörnu geisar gríðarlegur stormur sem kallaður er „Rauði bletturinn“?

9.   Guðlaug Þorsteinsdóttir er geðlæknir en þegar hún var ung að árum var hún langfremst íslenskra kvenna í ... hverju?

10.   Í hvaða ríki er borgin Zaragoza?

*** 

Síðari aukaspurning.

Á myndinni hér að neðan er stjórnmálakona ein. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sarajevo.

2.   Vilhjálmur.

3.   Alice Munro.

4.   Suðurkjördæmi.

5.   Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

6.   Börn Kim Kardashian og Kanye West.

7.   Níundu sinfóníu Beethovens.

8.   Júpíter.

9.   Skák.

10.   Á Spáni.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Sanna Marin, forsætisráðherra Finna.

Á neðri myndinni er Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Það er siður hér að gefa rétt fyrir nöfn Íslendinga ef þeir nota tvö nöfn, þótt föður-, móður- eða ættarnafn vanti. Því dugar Sanna Magdalena í þessu tilviki.

***

Og þrautin frá í gær, hlekkur á hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár