304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“

304. spurningaþraut: „Heyrðu snöggvast Snati minn ... lof mér nú að leika að ...“

Þraut númer 303 frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue?

***

Aðalspurningar:

1.   Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne?

2.   En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi?

3.   Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur hér? Hvað hét maðurinn?

4.   Hvað hét höfuðguð Rómverja?

5.   Í fyrstu útgáfu af spurningakeppninni Gettu betur árið 1986 voru tveir spyrjendur. Nefnið að minnsta kosti annan þeirra.

6.   Herodotos nokkur er stundum nefndur „faðir sagnfræðinnar“. Á hvaða máli skrifaði hann?

7.   „Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri, / heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? / Lof mér nú að leika að ...“ hverju?

8.   Árið 1917 lauk fyrsta íslenska konan háskólaprófi frá Háskóla Íslands. Hún hét Kristín Ólafsdóttir, en í hvaða grein lauk hún prófi?

9.   Alls hafa 39 einstaklingar gegnt starfi rektors Háskóla Íslands frá stofnun 1911. Þar af er aðeins ein kona, sem var rektor 2005-2015. Hvað heitir hún?

10.   Hvað heitir geimfarið sem lenti á dögunum á Mars? Hér má nefna hvort heldur enskt nafn eða íslenskt.

***

Seinni aukaspurning:

Konan á myndinni hér að neðan heitir Viktoria. En hvað heitir þungbrýndi karlmaðurinn, sem raunar var eiginmaður hennar?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Sviss.

2.   Damaskus.

3.   Leifur Muller.

4.   Júpíter.

5.   Jón Gústafsson og Þorgeir Ástvaldsson.

6.   Grísku.

7.   „... látúnshálsgjörð þinni.“

8.   Læknisfræði.

9.   Kristín Ingólfsdóttir.

10.   Perseverance eða Þrautseigja.

***

Svör við aukaspurningum:

Naomi Osaka tennisdrottning er á efri myndinni.

Á neðri myndinni er Leóníd Brésnev sem átti eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna.

***

Og þraut númer 303 síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár