***
Fyrri aukaspurning:
Hver er íþróttakonan sem prýddi forsíðu janúarheftis Vogue?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi er borgin Luzern eða Lucerne?
2. En hvað heitir höfuðborgin í Sýrlandi?
3. Íslendingur einn sat árum saman í fangabúðum Þjóðverja í Sachsenhausen í síðari heimsstyrjöld. Um hann skrifaði Garðar Sverrisson magnaða bók sem hét Býr Íslendingur hér? Hvað hét maðurinn?
4. Hvað hét höfuðguð Rómverja?
5. Í fyrstu útgáfu af spurningakeppninni Gettu betur árið 1986 voru tveir spyrjendur. Nefnið að minnsta kosti annan þeirra.
6. Herodotos nokkur er stundum nefndur „faðir sagnfræðinnar“. Á hvaða máli skrifaði hann?
7. „Heyrðu snöggvast, Snati minn, snjalli vinur kæri, / heldurðu ekki hringinn þinn ég hermannlega bæri? / Lof mér nú að leika að ...“ hverju?
8. Árið 1917 lauk fyrsta íslenska konan háskólaprófi frá Háskóla Íslands. Hún hét Kristín Ólafsdóttir, en í hvaða grein lauk hún prófi?
9. Alls hafa 39 einstaklingar gegnt starfi rektors Háskóla Íslands frá stofnun 1911. Þar af er aðeins ein kona, sem var rektor 2005-2015. Hvað heitir hún?
10. Hvað heitir geimfarið sem lenti á dögunum á Mars? Hér má nefna hvort heldur enskt nafn eða íslenskt.
***
Seinni aukaspurning:
Konan á myndinni hér að neðan heitir Viktoria. En hvað heitir þungbrýndi karlmaðurinn, sem raunar var eiginmaður hennar?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Sviss.
2. Damaskus.
3. Leifur Muller.
4. Júpíter.
5. Jón Gústafsson og Þorgeir Ástvaldsson.
6. Grísku.
7. „... látúnshálsgjörð þinni.“
8. Læknisfræði.
9. Kristín Ingólfsdóttir.
10. Perseverance eða Þrautseigja.
***
Svör við aukaspurningum:
Naomi Osaka tennisdrottning er á efri myndinni.
Á neðri myndinni er Leóníd Brésnev sem átti eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna.
***
Athugasemdir