Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

Hérna sjáiði 300. spurningaþrautina, sem birtist í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri að þessu sinni:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1997 stofnuðu þeir Reed Hastings og Marc Randolph fyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fyrstu árin bar ekki mjög mikið á fyrirtækinu en það óx og dafnaði og síðasta áratuginn er það orðið risavaxið og óhætt að segja að allir — eða nánast allir — þekkja það að minnsta kosti af afspurn. Hvað heitir fyrirtækið þeirra Hastings og Randolphs?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Norður-Kóreu?

3.   Hver var annar í röðinni af forsetum Bandaríkjanna?

4.   Hver málaði frægustu útgáfuna af síðustu kvöldmáltíðinni?

5.   Norsk leikkona lék á sínum mörg af sínum frægustu hlutverkum í sænskum bíómyndum og sjónvarpsmyndum og sá kunni leikstjóri Ingmar Bergman leikstýrði tíu þeirra. Þar á meðal voru Persona, Viskningar och rop, Ansikte mot ansikte og Höstsonatan. Hvað heitir leikkonan?

6.   Önnur fræg norsk kona heitir Siv Jensen. Hún er umdeildur stjórnmálamaður, var fjármálaráðherra Noregs frá 2013 þangað til í fyrra þegar flokkur hennar dró sig úr ríkisstjórn. Hún er reyndar formaður í þessum flokki, hvað heitir flokkurinn?

7.   Tinkí Vinkí, Dipsí, Lala og ... hver?

8.   Hver sá um þáttinn Stiklur í Ríkissjónvarpinu árum saman?

9.   Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í karlaflokki?

10.   Einn af helstu ráðamönnum Þriðja ríkis Hitlers var arkitekt sem var í miklum metum hjá Foringjanum. Arkitektinn stýrði síðan hergagnaframleiðslu Þjóðverja og þótti ná ótrúlegum góðum árangri. Eftir stríðið vakti hann mikla athygli vegna þess að hann var sá eini af forsprökkum nasista sem sýndi einhver iðrunarmerki yfir framferði sínu, þótt deilt sé um hve djúpt sú iðrun risti. Hvað hét þessi maður?

***

Síðari aukaspurning:

Úr hvaða frægu bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Netflix.

2.   Pjongjang.

3.   Adams.

4.   Leonardo.

5.   Liv Ullmann.

6.   Framfaraflokkurinn.

7.   Pó.

8.   Ómar Ragnarsson.

9.   KR.

10.   Speer.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni Humphrey Bogart.

Á neðri myndinni má sjá skot úr myndinni Brokeback Mountain.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár