Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

Hérna sjáiði 300. spurningaþrautina, sem birtist í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri að þessu sinni:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1997 stofnuðu þeir Reed Hastings og Marc Randolph fyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fyrstu árin bar ekki mjög mikið á fyrirtækinu en það óx og dafnaði og síðasta áratuginn er það orðið risavaxið og óhætt að segja að allir — eða nánast allir — þekkja það að minnsta kosti af afspurn. Hvað heitir fyrirtækið þeirra Hastings og Randolphs?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Norður-Kóreu?

3.   Hver var annar í röðinni af forsetum Bandaríkjanna?

4.   Hver málaði frægustu útgáfuna af síðustu kvöldmáltíðinni?

5.   Norsk leikkona lék á sínum mörg af sínum frægustu hlutverkum í sænskum bíómyndum og sjónvarpsmyndum og sá kunni leikstjóri Ingmar Bergman leikstýrði tíu þeirra. Þar á meðal voru Persona, Viskningar och rop, Ansikte mot ansikte og Höstsonatan. Hvað heitir leikkonan?

6.   Önnur fræg norsk kona heitir Siv Jensen. Hún er umdeildur stjórnmálamaður, var fjármálaráðherra Noregs frá 2013 þangað til í fyrra þegar flokkur hennar dró sig úr ríkisstjórn. Hún er reyndar formaður í þessum flokki, hvað heitir flokkurinn?

7.   Tinkí Vinkí, Dipsí, Lala og ... hver?

8.   Hver sá um þáttinn Stiklur í Ríkissjónvarpinu árum saman?

9.   Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í karlaflokki?

10.   Einn af helstu ráðamönnum Þriðja ríkis Hitlers var arkitekt sem var í miklum metum hjá Foringjanum. Arkitektinn stýrði síðan hergagnaframleiðslu Þjóðverja og þótti ná ótrúlegum góðum árangri. Eftir stríðið vakti hann mikla athygli vegna þess að hann var sá eini af forsprökkum nasista sem sýndi einhver iðrunarmerki yfir framferði sínu, þótt deilt sé um hve djúpt sú iðrun risti. Hvað hét þessi maður?

***

Síðari aukaspurning:

Úr hvaða frægu bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Netflix.

2.   Pjongjang.

3.   Adams.

4.   Leonardo.

5.   Liv Ullmann.

6.   Framfaraflokkurinn.

7.   Pó.

8.   Ómar Ragnarsson.

9.   KR.

10.   Speer.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni Humphrey Bogart.

Á neðri myndinni má sjá skot úr myndinni Brokeback Mountain.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár