Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

301. spurningaþraut: Hver af lautinöntum Hitlers sýndi iðrun, eða lét að minnsta kosti svo?

Hérna sjáiði 300. spurningaþrautina, sem birtist í gær.

***

Aukaspurning sú hin fyrri að þessu sinni:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Árið 1997 stofnuðu þeir Reed Hastings og Marc Randolph fyrirtæki í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fyrstu árin bar ekki mjög mikið á fyrirtækinu en það óx og dafnaði og síðasta áratuginn er það orðið risavaxið og óhætt að segja að allir — eða nánast allir — þekkja það að minnsta kosti af afspurn. Hvað heitir fyrirtækið þeirra Hastings og Randolphs?

2.   Hvað heitir höfuðborgin í Norður-Kóreu?

3.   Hver var annar í röðinni af forsetum Bandaríkjanna?

4.   Hver málaði frægustu útgáfuna af síðustu kvöldmáltíðinni?

5.   Norsk leikkona lék á sínum mörg af sínum frægustu hlutverkum í sænskum bíómyndum og sjónvarpsmyndum og sá kunni leikstjóri Ingmar Bergman leikstýrði tíu þeirra. Þar á meðal voru Persona, Viskningar och rop, Ansikte mot ansikte og Höstsonatan. Hvað heitir leikkonan?

6.   Önnur fræg norsk kona heitir Siv Jensen. Hún er umdeildur stjórnmálamaður, var fjármálaráðherra Noregs frá 2013 þangað til í fyrra þegar flokkur hennar dró sig úr ríkisstjórn. Hún er reyndar formaður í þessum flokki, hvað heitir flokkurinn?

7.   Tinkí Vinkí, Dipsí, Lala og ... hver?

8.   Hver sá um þáttinn Stiklur í Ríkissjónvarpinu árum saman?

9.   Hvaða fótboltalið hefur oftast orðið Íslandsmeistari í karlaflokki?

10.   Einn af helstu ráðamönnum Þriðja ríkis Hitlers var arkitekt sem var í miklum metum hjá Foringjanum. Arkitektinn stýrði síðan hergagnaframleiðslu Þjóðverja og þótti ná ótrúlegum góðum árangri. Eftir stríðið vakti hann mikla athygli vegna þess að hann var sá eini af forsprökkum nasista sem sýndi einhver iðrunarmerki yfir framferði sínu, þótt deilt sé um hve djúpt sú iðrun risti. Hvað hét þessi maður?

***

Síðari aukaspurning:

Úr hvaða frægu bíómynd er þetta skjáskot hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Netflix.

2.   Pjongjang.

3.   Adams.

4.   Leonardo.

5.   Liv Ullmann.

6.   Framfaraflokkurinn.

7.   Pó.

8.   Ómar Ragnarsson.

9.   KR.

10.   Speer.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni Humphrey Bogart.

Á neðri myndinni má sjá skot úr myndinni Brokeback Mountain.

***

Og hér er aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár