Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Britney Spears: Frelsi og fjötrar

Brit­ney Spe­ars skaust upp á him­in­inn sem skær­asta popp­stjarna þús­ald­ar­inn­ar. Ló­lítu-mark­aðs­setn­ing ímynd­ar henn­ar var hins veg­ar byggð á brauð­fót­um hug­mynda­fræði­legs ómögu­leika. Heim­ur­inn beið eft­ir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði að­eins tutt­ugu og sex ára göm­ul, en #freebrit­ney hreyf­ing­in berst nú fyr­ir end­ur­nýj­un sjálfræð­is henn­ar.

Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears Skærasta stjarna aldamótanna varð frægðinni að bráð á meðan heimurinn fylgdist eftirvæntingarfullur með. Mynd: Shutterstock

Britney Spears er á allra vörum þessa dagana í kjölfar nýju heimildamyndarinnar Framing Britney Spears, sem framleidd er af New York Times. Myndin rekur ris og fall Britney í linsu fjölmiðla og augum heimsbyggðar fram að stærsta vendipunktinum í lífi hennar, þegar hún var svipt sjálfræði aðeins 26 ára að aldri. Faðir hennar, sem vann á þeim tíma við veisluþjónustu, tók við völdunum yfir lífi hennar og fjárræði yfir stórveldinu sem hún hafði byggt.

Markaðsvöruvæðing Lólítunnar

Fyrsta plata Britney Spears, ...Baby One More Time, kom út árið 1999 og toppaði fljótlega vinsældalista um allan heim. Platan samanstóð að mestu af angurværum og örvæntingarfullum dægurlögum um ást, sambandsslit og eftirsjá. Leið hinnar sautján ára Britney upp á stjörnuhimininn var greið og skjót, en líf táningsins tók drastískum breytingum í kjölfarið. Britney var orðin opinber persóna, hagsmunaeining fjölmiðla, stórfyrirtækja og eigin foreldra.

Titillag plötunnar, ...Baby One More Time, og myndbandið sem fylgdi því stimplaði hana inn sem kynþokkafulla skólastúlku. Hún var Lolita og heimurinn var Humbert Humbert. David LaChapelle myndaði Britney í barnaherberginu hennar fyrir Rolling Stone, fáklædda og umkringda barnaleikföngum. Það var skýrt frá fyrsta degi hvers konar menningartákn hin sextán ára Britney átti að vera. 

Baby One More TimeBritney var sautján ára gömul þegar platan ... Baby One More Time var gefin út árið 1999 en ferill hennar hófst þegar hún var 11 ára gömul.

Myndir LaChapelle stimpluðu Britney inn í menningarsöguna sem ákveðinn hugmyndafræðilegan ómöguleika. Rétt eins og í Lolitu eftir Nabokov var henni teflt fram sem báðum pólum af tvíhyggju kvenleikans; hún var barnung, hrein og tær, en í senn kynferðisleg og kynþokkafull vera. Skilaboðin voru skýr. Menningarleg þráhyggja fyrir hinni barnungu Britney Spears var hafin. Hún var skærasta stjarna aldamótanna. Karlmenn þurftu ekki að skammast sín fyrir að girnast hana. Konur áttu að vera hún. Þetta er þröngur vegur að feta fyrir allra augum. Almenningsálitið er viðkvæmt og brigðult, frægðin tvíeggja sverð. Ímynd Britney sem stórstjörnu sáði fræjum eyðileggingar hennar. Heimurinn var hugfanginn, en beið í senn eftir því að hún myndi misstíga sig. 

Ímyndin innibar eyðilegginguna 

Stefna ofurkynferðislegrar vöruvæðingar Britney Spears hélt áfram í næstu plötu hennar, Oops!... I did it again, sem kom út árið 2000. Titillagið er eins og óður til menningarinnar og samfélagsins sem hafði kyngert hana frá bernsku. Hún gengur inn í hlutverk kynþokkafullrar geimveru sem tælir menn að gamni sínu. „Oops, you think I'm in love. That I'm sent from above. I'm not that innocent.“ Hún axlar ábyrgð á eigin kyngervingu og fríar okkur henni um leið.

Markaðsvæðing  Britney Spears krafðist þess að báðum pólum menningarlegrar tvíhyggjuandstæðu kvenleikans væri pakkað saman í einni unglingsstúlku. Britney var hlutgerð og markaðsvöruvædd sem kynferðisleg vera en í senn kröfðust menningarlegar afstæður þess að hún væri óspjölluð meyja, hin fullkomna fyrirmynd fyrir allar stúlkur í hinum vestræna heimi. Það er ef til vill vegna þessa hugmyndafræðilega ómöguleika að heimurinn beið eftir því að Britney myndi falla. Þversögnin gat ekki lifað í samlyndi við sjálfa sig til lengri tíma. 

„Ekki svo saklaus“Britney var nítján ára þegar Oops I Did it Again kom út.

Almenningsálitið snýst gegn Britney

Ofurfjölmiðluð sambandsslit Britney og Justin Timberlake voru upphafið af hruni orðspors hennar. Tónlistarmyndband Timberlake stjórnaði narratívunni sem var borin ofan í almenning. Það málaði hana sem svikulan kvendjöful sem traðkaði á hjartaknúsaranum. Í fjölmiðlum fullyrti hann að hún væri ekki óspjölluð meyja. Hann var ekki aðeins búinn með hana, heldur hafði hún haldið framhjá honum. Forsendur ímyndar hennar voru brostnar. Britney var orðin drusla.

Fjölmiðlar urðu sífellt óvægnari í garð Britney og hún byrjaði að brotna undan álaginu. Slúðurblöð lögðu fúlgur fjár undir til að fá ljósmyndir sem sýndu hana í slæmu ljósi. Eftir röð fjölmiðlaðra áfalla var Britney svipt forræði yfir börnunum sínum. Hún var nauðungarvistuð á geðdeild og missti að lokum sjálfræði. Hún er 39 ára gömul og ósjálfráða, en Free Britney-hreyfingin berst fyrir frelsi hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár