Heimild til að veita undanþágu fyrir fólk yngra en 18 ára til að ganga í hjúskap verður afnumin, ef frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra nær fram að ganga. Hátt í tugur slíkra undanþága hefur verið veittur síðustu tvo áratugi.
Samkvæmt núgildandi lögum er dómsmálaráðuneytinu heimilt að veita slíka undanþágu liggi fyrir jákvæði afstaða forsjáraðila. Frá árinu 1998 hefur 18 manns verið veitt slík undanþága, 17 stúlkum og einum pilti. Í öllum tilvikum var um að ræða 17 ára gamalt fólk, utan tveimur þar sem 16 ára gamlar stúlkur fengu undanþágu. Verði frumvarpið afgreitt fellur þessi undanþáguheimild niður.
Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lögfest verði sú meginregla að hjónavígslur sem fari fram erlendis verði viðurkenndar hér á landi. Frávikið frá þessu er að hjónavígslur þeirra sem yngri eru en 18 ára og farið hafa fram erlendis verða ekki viðurkenndar. Þó er undanþáguákvæði í frumvarpinu hvað þetta varðar og …
Athugasemdir