Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi

Sam­kvæmt frum­varpi dóms­mála­ráð­herra verð­ur ekki leng­ur heim­ilt að veita und­an­þágu til barna und­ir 18 ára aldri til að ganga í hjú­skap.

Undanþága til hjúskapar barna verður felld úr gildi
Undanþága afnumin Börn fá ekki að ganga í hjúskap ef frumvarpið verður samþykkt. Mynd: Shutterstock

Heimild til að veita undanþágu fyrir fólk yngra en 18 ára til að ganga í hjúskap verður afnumin, ef frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra nær fram að ganga. Hátt í tugur slíkra undanþága hefur verið veittur síðustu tvo áratugi.

Samkvæmt núgildandi lögum er dómsmálaráðuneytinu heimilt að veita slíka undanþágu liggi fyrir jákvæði afstaða forsjáraðila. Frá árinu 1998 hefur 18 manns verið veitt slík undanþága, 17 stúlkum og einum pilti. Í öllum tilvikum var um að ræða 17 ára gamalt fólk, utan tveimur þar sem 16 ára gamlar stúlkur fengu undanþágu. Verði frumvarpið afgreitt fellur þessi undanþáguheimild niður.

Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að lögfest verði sú meginregla að hjónavígslur sem fari fram erlendis verði viðurkenndar hér á landi. Frávikið frá þessu er að hjónavígslur þeirra sem yngri eru en 18 ára og farið hafa fram erlendis verða ekki viðurkenndar. Þó er undanþáguákvæði í frumvarpinu hvað þetta varðar og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár