Ég heiti Sakaris Emil Joensen og er tónlistarframleiðandi frá Færeyjum. Ég vinn í stúdíói úti á Granda. Ég bjó lengi í Færeyjum en þar var ég fastur, ekkert hélt áfram. Ég vissi að Ísland væri mjög góður staður fyrir tónlist, meiri metnaður. Ég flutti hingað og það er eins og í Færeyjum, bara stærra, sem er mjög fínt fyrir mig. Mér líður mjög vel í Reykjavík. Ég er vanur því að allt sé grátt, og allt sé lítið og vel þekkt. Fyrir mér er það mjög líkt Færeyjum. Ísland er eins og Færeyjar, bara stærra. Það er fullkomið.
Ég hef framleitt alls kyns tónlist hér síðastliðin fjögur ár. Eitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til Íslands var að ganga í karlakórinn Bartónar á Kaffibarnum. Þar eru svona tuttugu, jafnvel fjörutíu strákar. Ég er búinn að læra íslensku í gegnum það. Við syngjum alls kyns lög. Það hefur verið mjög góð byrjun hjá mér hér á Íslandi. Við æfum í hverri viku og syngjum á ýmsum samkomum.
Athugasemdir