Kammertónleikaröðin í Norðurljósasal Hörpu hefur göngu sína á ný eftir langt hlé. Á sígildum sunnudögum er boðið upp á fjölbreytta sígilda söng- og hljóðfæratónlist, með það í huga að byggja upp áheyendahóp tónlistarstefnunnar. Fram undan eru tónleikar með Kammermúsíkklúbbnum, Barokkbandinu Brák og Eddu Erlendsdóttur.
Á morgun, þann 28. febrúar frumflytur kammerhópurinn Camerarctica, ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur sópransöngkonu, kammerópuruna Traversing the Void eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
Athugasemdir