Á meðan heimsfaraldurinn hefur geisað hafa raddir sem kalla á að fólk sinni geðheilsu sinni verið háværar. En hvað er geðheilsa og hvernig sinnir maður henni? Hvað eru eðlilegar tilfinningar og hvenær eru erfiðar tilfinningar orðnar að vandamáli eða röskun? Hvað getur maður sjálfur gert til að sinna geðheilsunni og hvenær ætti maður að leita sér faglegrar aðstoðar? Það er ekki alltaf augljóst eða einfalt að átta sig á því hvenær geðheilsan er ekki góð og hvað sé þá hægt að gera til þess að sinna henni. Er eðlilegt að vera stundum áhyggjufullur og einhvern veginn ómögulegur? Að finnast maður sjálfur ekki nógu góður eða lífið yfirþyrmandi? Er nóg að fara bara út að labba og hugsa um annað um stund eða þarf meira til?
Það er óhætt að segja að eðlilegt sé að andleg líðan fólks hafi ekki alltaf verið upp á tíu við þær óvenjulegu aðstæður …
Athugasemdir