Helena Margrét gengur inn á kaffihúsið Iðu mædd og með móðufull gleraugu. „Ég fann þig!“ segir hún og tyllir sér á stólinn. Það sést ekki í augun hennar fyrir móðu, fyrr en hún fjarlægir gleraugun og þurrkar af þeim. „Ég var búin að vera að labba hérna á milli að reyna að sjá einhvern sem ég kannaðist við. Gleraugun mín voru svo full af móðu vegna grímunnar. Það eru svona tuttugu ár á milli þín og manneskjunnar sem ég var að heilsa. Ég er alveg extra blind!“ segir hún og hlær.
Líf öfga og andstæðna
Fyrsta einkasýning Helenu, Draugur upp úr öðrum draug, stendur nú yfir í Hverfisgallerí. Sýningin hófst þrítugasta janúar og mun standa yfir til þrettánda mars. „Þetta er búið að vera ótrúlegt. Það var janúar og heimsfaraldur. Ég hélt að enginn myndi mæta. Ég hafði unnið að sýningunni síðan í ágúst eða september og var búin …
Athugasemdir