Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinnudeila flugmanna Bláfugls og SA: Eignarhaldið í skattaskjólinu Ras al Khaimah

Lit­háíski millj­arða­mær­ing­ur­inn, Gedimin­as Žiemel­is, varð eig­andi Blá­fugls í fyrra í gegn­um fyr­ir­tæki sín á Kýp­ur og Sam­ein­uðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Blá­fugl reyn­ir nú að lækka laun flug­manna fé­lag­ins um 40 til 75 pró­sent seg­ir Jón Þór Þor­valds­son, formað­ur Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna.

Vinnudeila flugmanna Bláfugls og SA: Eignarhaldið í skattaskjólinu Ras al Khaimah
Á eignir upp á meira en 100 milljarða Gediminas Žiemelis, eigandi fraktflugfélagsins Bláfugsl sem nú á í vinnudeildu við FÍA, á eignir upp á rúmlega 130 milljarða króna. Mynd: b'Kestutis Vanagas'

Eignarhaldið á íslenska flugfélaginu Bláfugli, eða Bluebird Nordic eins og fyrirtækið heitir nú, er á endanum í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum og lágskattasvæðum.

Flugfélagið á nú í harðri vinnudeilu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) eftir að það sagði upp 11 íslenskum flugmönnum sem voru á kjarasamningum félagsins. Uppsagnirnar á flugmönnunum áttu sér stað í lok síðasta árs í miðjum kjaradeilum þeirra við Bláfugl eftir fimm árangurslausa samningafundi. Flugmennirnir eru sem stendur á uppsagnarfresti en án vinnuskyldu og er deilan nú hjá ríkissáttasemjara, segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Þetta gerist í kjölfarið á því að nýr eigandi, fyrirtækið Avia Solutions Group, sem skráð er í lágskattaríkinu Kýpur, keypti Bláfugl í fyrra.

RAK-félag í Samherjamálinu í NamibíuEitt dæmi um notkun RAK-félags í íslenskri viðskiptasögu er Tundavala Invest, sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir kvóta í Namibíu. Mjög erfitt hefur reynst fyrir rannsóknaraðila í Samherjamálinu að fá upplýsingar frá yfirvöldum …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár