Eignarhaldið á íslenska flugfélaginu Bláfugli, eða Bluebird Nordic eins og fyrirtækið heitir nú, er á endanum í gegnum fyrirtæki í skattaskjólum og lágskattasvæðum.
Flugfélagið á nú í harðri vinnudeilu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) eftir að það sagði upp 11 íslenskum flugmönnum sem voru á kjarasamningum félagsins. Uppsagnirnar á flugmönnunum áttu sér stað í lok síðasta árs í miðjum kjaradeilum þeirra við Bláfugl eftir fimm árangurslausa samningafundi. Flugmennirnir eru sem stendur á uppsagnarfresti en án vinnuskyldu og er deilan nú hjá ríkissáttasemjara, segir Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Þetta gerist í kjölfarið á því að nýr eigandi, fyrirtækið Avia Solutions Group, sem skráð er í lágskattaríkinu Kýpur, keypti Bláfugl í fyrra.
Athugasemdir