***
Fyrri aukaspurning:
Úr hvaða frægu kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Stundum sjáum við í fréttum eða bíómyndum hvar breskir þingmenn takast á með orðum í sal Neðri deildarinnar í London. Hvernig eru sætin þeirra á litinn?
2. Í einhverjum fornum heimildum er getið um bónda einn á Hvassafelli í Norðurárdal, sem mun hafa fæðst um árið 920 eða þar um bil. Eftir því sem best er vitað þá var hann fyrsti Íslendingurinn sem fæddist hér á landi og [EITTHVAÐ], en á eftir honum fylgdi fjöldi annarra. Og hér er orðið „fjöldi“ engar ýkjur, því það voru vissulega gríðarlega margir sem fylgdu í kjölfar hans að þessu leyti. En þótt þessi bóndi í Norðurárdal hafi reyndar engu ráðið um það sjálfur, hvað var það sem hann „gerði“ fyrstur Íslendinga?
3. Í hvaða ríki er fylkið eða héraðið Alberta?
4. Það er auðvitað mótsögn að einhver sé búsettur á eyðibýli, en til skamms tíma var maður nokkur þó skráður með lögheimili á eyðibýlinu Hrafnabjörgum í Múlasýslu. Hver var sá?
5. Pernille Harder, hvað fæst hún við í lífinu?
6. Rihanna heitir ein vinsælasta söngkona samtímans. Eitt allra vinsælasta lag hennar kom út á plötunni Good Girl Gone Bad árið 2007. Hún samdi það og söng með rapparanum Jay-Z. Þau koma líka saman í myndbandinu þar sem rignir einhver ósköp. Þetta mjög svo vinsæla lag heitir eftir ákveðnum nytjahlut sem fræg barnfóstra notaði til dæmis þannig að eftirtektarvert þótti. En hvað heitir þá þetta lag Rihönnu?
7. Úr hvaða blómum/jurtum er vanilla unnin?
8. Til skamms tíma var talið að kona nokkur með það tilkomumikla nafn Annegret Kramp-Karrenbauer ætti víst ákveðið starf. Það hefur reyndar breyst og nú er ekki lengur talað um hana í tengslum við þetta starf. En hvaða starf var hún orðuð við?
9. Baltasar Kormákur leikari og leikstjóri heitir eftir föður sínum, Baltasar Samper, sem hingað fluttist fyrir 60 árum eða svo. Hann er listamaður eins og stráksi, en hvernig listamaður?
10. Hvað heitir fjölmennasta byggðin í Arnarfirði?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan:

***
Svör við aðalspurningum:
1. Græn.
2. Hét Jón.
3. Kanada.
4. Sigmundur Davíð.
5. Hún fæst við fótbolta.
6. Lagið heitir Umbrella, altso Regnhlíf.
7. Brönugrasi, orkídeum.
8. Kanslara Þýskalands.
9. Listmálari.
10. Bíldudalur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Taliu Shire í hlutverki sínu í myndinni Rocky, þeirri fyrstu með því nafni. Hér er ögn víðara skot:

Á síðari myndinni má sjá bandarísku geimferjuna Challanger sundrast árið 1986.
***
Athugasemdir