Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn sem sést hér að ofan með mömmu sinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvert er aðalstarf Höllu Bergþóru Björnsdóttur?

2.   Þegar Ísland var hernumið í síðari heimsstyrjöld tók erlendur her yfir hús sem lengi hafði verið í byggingu, svo enn dróst að fullklára húsið. Það var loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús var þetta?

3.   Ásgerður Halldórsdóttir gegnir ábyrgðarmiklu starfi í sveitarfélagi einu. Hvað er starfið?

4.   Jane Porter hét stúlka ein bandarísk, faðir hennar var prófessorinn Archimedes Q. Porter en af móður hennar fer fáum sögum. Ungfrú Porter lenti í mikilli lífshættu á ferðalagi ung að árum, en var bjargað á síðustu stundu og raunar oftar en einu sinni. Hún giftist bjargvætti sínum og settist að á hans afskekktu heimaslóðum, þótt hjónin kynnu reyndar líka vel við sig innan um breskt hefðarfólk. Hjónin eignuðust einn son sem hét Jack en var þó oftar kallaður Korak. Hvað hét bjargvættur og eiginmaður Jane Porter?

5.   Hvað þróaði þýski greifinn Ferdinand von Zeppelin?

6.   Hvað hét trommuleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?

7.   Í hvaða á er hinni eini sanni Gullfoss?

8.   Thomas Vinterberg heitir Dani einn. Hvað fæst hann við í lífinu?

9.   Auður Auðuns, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þetta eru konurnar sem hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Og þó, það vantar eina. Hver er sú?

10.   Árið 1881 var gríska borgin Þessalóníka hluti af Tyrkjaveldi. Þá fæddist þar piltur sem hét í upphafi Ali Rıza oğlu Mustafa. Þegar hann byrjaði í skóla gaf reikningskennarinn hann honum að auki nafnið Kemal („fullkomnun“ eða „þroski“) af því hann var svo duglegur að reikna. Enn síðar þegar hann var farinn að berjast til æðstu valda tók hann sér sjálfur enn annað nafn. Hvað var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

2.   Þjóðleikhúsið.

3.   Hún er bæjarstjóri Seltjarnarness.

4.   Tarzan.

5.   Loftskip.

6.   Bonham.

7.   Hvítá.

8.   Hann er kvikmyndaleikstjóri.

9.   Steinunn Valdís.

10.   Ataturk.

***

Svör við aukaspurningum:

Ungi pilturinn á efri myndinni er Jorge Mario Bergoglio sem nú kallast Frans og vinnur sem páfi.

Á neðri myndinni er fáni Mexíkó.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár