Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn sem sést hér að ofan með mömmu sinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvert er aðalstarf Höllu Bergþóru Björnsdóttur?

2.   Þegar Ísland var hernumið í síðari heimsstyrjöld tók erlendur her yfir hús sem lengi hafði verið í byggingu, svo enn dróst að fullklára húsið. Það var loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús var þetta?

3.   Ásgerður Halldórsdóttir gegnir ábyrgðarmiklu starfi í sveitarfélagi einu. Hvað er starfið?

4.   Jane Porter hét stúlka ein bandarísk, faðir hennar var prófessorinn Archimedes Q. Porter en af móður hennar fer fáum sögum. Ungfrú Porter lenti í mikilli lífshættu á ferðalagi ung að árum, en var bjargað á síðustu stundu og raunar oftar en einu sinni. Hún giftist bjargvætti sínum og settist að á hans afskekktu heimaslóðum, þótt hjónin kynnu reyndar líka vel við sig innan um breskt hefðarfólk. Hjónin eignuðust einn son sem hét Jack en var þó oftar kallaður Korak. Hvað hét bjargvættur og eiginmaður Jane Porter?

5.   Hvað þróaði þýski greifinn Ferdinand von Zeppelin?

6.   Hvað hét trommuleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?

7.   Í hvaða á er hinni eini sanni Gullfoss?

8.   Thomas Vinterberg heitir Dani einn. Hvað fæst hann við í lífinu?

9.   Auður Auðuns, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þetta eru konurnar sem hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Og þó, það vantar eina. Hver er sú?

10.   Árið 1881 var gríska borgin Þessalóníka hluti af Tyrkjaveldi. Þá fæddist þar piltur sem hét í upphafi Ali Rıza oğlu Mustafa. Þegar hann byrjaði í skóla gaf reikningskennarinn hann honum að auki nafnið Kemal („fullkomnun“ eða „þroski“) af því hann var svo duglegur að reikna. Enn síðar þegar hann var farinn að berjast til æðstu valda tók hann sér sjálfur enn annað nafn. Hvað var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

2.   Þjóðleikhúsið.

3.   Hún er bæjarstjóri Seltjarnarness.

4.   Tarzan.

5.   Loftskip.

6.   Bonham.

7.   Hvítá.

8.   Hann er kvikmyndaleikstjóri.

9.   Steinunn Valdís.

10.   Ataturk.

***

Svör við aukaspurningum:

Ungi pilturinn á efri myndinni er Jorge Mario Bergoglio sem nú kallast Frans og vinnur sem páfi.

Á neðri myndinni er fáni Mexíkó.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár