***
Fyrri aukaspurning:
Hver er ungi maðurinn sem sést hér að ofan með mömmu sinni?
***
Aðalspurningar:
1. Hvert er aðalstarf Höllu Bergþóru Björnsdóttur?
2. Þegar Ísland var hernumið í síðari heimsstyrjöld tók erlendur her yfir hús sem lengi hafði verið í byggingu, svo enn dróst að fullklára húsið. Það var loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús var þetta?
3. Ásgerður Halldórsdóttir gegnir ábyrgðarmiklu starfi í sveitarfélagi einu. Hvað er starfið?
4. Jane Porter hét stúlka ein bandarísk, faðir hennar var prófessorinn Archimedes Q. Porter en af móður hennar fer fáum sögum. Ungfrú Porter lenti í mikilli lífshættu á ferðalagi ung að árum, en var bjargað á síðustu stundu og raunar oftar en einu sinni. Hún giftist bjargvætti sínum og settist að á hans afskekktu heimaslóðum, þótt hjónin kynnu reyndar líka vel við sig innan um breskt hefðarfólk. Hjónin eignuðust einn son sem hét Jack en var þó oftar kallaður Korak. Hvað hét bjargvættur og eiginmaður Jane Porter?
5. Hvað þróaði þýski greifinn Ferdinand von Zeppelin?
6. Hvað hét trommuleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?
7. Í hvaða á er hinni eini sanni Gullfoss?
8. Thomas Vinterberg heitir Dani einn. Hvað fæst hann við í lífinu?
9. Auður Auðuns, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þetta eru konurnar sem hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Og þó, það vantar eina. Hver er sú?
10. Árið 1881 var gríska borgin Þessalóníka hluti af Tyrkjaveldi. Þá fæddist þar piltur sem hét í upphafi Ali Rıza oğlu Mustafa. Þegar hann byrjaði í skóla gaf reikningskennarinn hann honum að auki nafnið Kemal („fullkomnun“ eða „þroski“) af því hann var svo duglegur að reikna. Enn síðar þegar hann var farinn að berjast til æðstu valda tók hann sér sjálfur enn annað nafn. Hvað var það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Hún er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
2. Þjóðleikhúsið.
3. Hún er bæjarstjóri Seltjarnarness.
4. Tarzan.
5. Loftskip.
6. Bonham.
7. Hvítá.
8. Hann er kvikmyndaleikstjóri.
9. Steinunn Valdís.
10. Ataturk.
***
Svör við aukaspurningum:
Ungi pilturinn á efri myndinni er Jorge Mario Bergoglio sem nú kallast Frans og vinnur sem páfi.
Á neðri myndinni er fáni Mexíkó.
***
Athugasemdir