Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

292. spurningaþraut: Jane Porter, Zeppelin, Vinterberg, Ali Rıza oğlu Mustafa ... þetta fólk og fleira

Hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi maðurinn sem sést hér að ofan með mömmu sinni?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvert er aðalstarf Höllu Bergþóru Björnsdóttur?

2.   Þegar Ísland var hernumið í síðari heimsstyrjöld tók erlendur her yfir hús sem lengi hafði verið í byggingu, svo enn dróst að fullklára húsið. Það var loks tekið í notkun 1950. Hvaða hús var þetta?

3.   Ásgerður Halldórsdóttir gegnir ábyrgðarmiklu starfi í sveitarfélagi einu. Hvað er starfið?

4.   Jane Porter hét stúlka ein bandarísk, faðir hennar var prófessorinn Archimedes Q. Porter en af móður hennar fer fáum sögum. Ungfrú Porter lenti í mikilli lífshættu á ferðalagi ung að árum, en var bjargað á síðustu stundu og raunar oftar en einu sinni. Hún giftist bjargvætti sínum og settist að á hans afskekktu heimaslóðum, þótt hjónin kynnu reyndar líka vel við sig innan um breskt hefðarfólk. Hjónin eignuðust einn son sem hét Jack en var þó oftar kallaður Korak. Hvað hét bjargvættur og eiginmaður Jane Porter?

5.   Hvað þróaði þýski greifinn Ferdinand von Zeppelin?

6.   Hvað hét trommuleikarinn í hljómsveitinni Led Zeppelin?

7.   Í hvaða á er hinni eini sanni Gullfoss?

8.   Thomas Vinterberg heitir Dani einn. Hvað fæst hann við í lífinu?

9.   Auður Auðuns, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Þetta eru konurnar sem hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Og þó, það vantar eina. Hver er sú?

10.   Árið 1881 var gríska borgin Þessalóníka hluti af Tyrkjaveldi. Þá fæddist þar piltur sem hét í upphafi Ali Rıza oğlu Mustafa. Þegar hann byrjaði í skóla gaf reikningskennarinn hann honum að auki nafnið Kemal („fullkomnun“ eða „þroski“) af því hann var svo duglegur að reikna. Enn síðar þegar hann var farinn að berjast til æðstu valda tók hann sér sjálfur enn annað nafn. Hvað var það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Hún er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.

2.   Þjóðleikhúsið.

3.   Hún er bæjarstjóri Seltjarnarness.

4.   Tarzan.

5.   Loftskip.

6.   Bonham.

7.   Hvítá.

8.   Hann er kvikmyndaleikstjóri.

9.   Steinunn Valdís.

10.   Ataturk.

***

Svör við aukaspurningum:

Ungi pilturinn á efri myndinni er Jorge Mario Bergoglio sem nú kallast Frans og vinnur sem páfi.

Á neðri myndinni er fáni Mexíkó.

***

Og hlekkur á þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu