291. spurningaþraut: Hver ferðaðist um Evrópu undir dulnefni og hverjum giftist Aisha?

291. spurningaþraut: Hver ferðaðist um Evrópu undir dulnefni og hverjum giftist Aisha?

Hérna er þrautin frá því í gær, þegar spurt var um upphafsorð frægra skáldsagna.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér má sjá unga stúlku sem nú er ein frægasta persóna heimsins í sinni grein. Hvað heitir hún? — og tekið skal fram að hér dugar það nafn sem hún hefur tekið sér sjálf.

***

1.   Árið 1697 fór evrópskur þjóðarleiðtogi í mikið ferðalag um mörg Evrópulönd til að kynna sér ástandið þar, iðnað, lífshætti og fleira. Svo átti að heita sem hann ferðaðist undir dulnefni, en reyndar vissu nú allir hver þarna var á ferð. Ferðalagið stóð í eitt og hálft ár og þegar hann kom aftur heim tók hann ærlega til hendinni. Hvað hét hann?

2.   Í hvaða landi er borgin Vigo?

3.   Fljót eitt á Íslandi heitir Bergvatnskvísl þar sem það kemur upp en skiptir um nafn er neðar dregur og heitir að lokum ... hvað?

4.   Hver var fjármálaráðherra á Íslandi 1991 til 1999?

5.   Kona ein hét Aisha. Á fullorðinsárum þótti hún heilmikill skörungur, fróð, forvitin og vel að sér á mörgum sviðum, svo sem í ljóðlist, læknisfræði og fleiru. Hins vegar hefur athygli manna upp á síðkastið líka beinst að því að hún er sögð hafa verið aðeins níu eða tíu ára þegar hún gekk í hjónaband með rúmlega fimmtugum karli, þótt ögn sé aldur hennar umdeildur. Hvað hét eiginmaður Aishu?

6.   Í hvaða landi er borgin Auckland?

7.    Hvað eru margir strengir í venjulegri fiðlu?

8.   Hvað heitir leiðtogi Norður-Kóreu fullu nafni?

9.   Hvaða ár varð kjarnorkuslysið í Chernobyl?

10.   Robert Zemeckis heitir bandarískur kvikmyndaleikstjóri sem gerði á árunum 1985-1990 þrjár geysi vinsælar bíómyndir sem hétu Back to the Future I-III. Fjórum árum eftir að sú síðasta var frumsýnd þá sendi  Zemeckis hins vegar frá sér sína lang frægustu kvikmynd, og fékk meðal annars Óskarsverðlaun sem besti leikstjórinn það ár. Hvaða mynd var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir þessi leikkona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Pétur, kallaður mikli.

2.   Á Spáni.

3.   Þjórsá.

4.   Friðrik Sophusson.

5.   Múhameð spámaður.

6.   Nýja Sjáland.

7.   Fjórir.

8.   Kim Jong-un.

9.   1986.

10.   Forrest Gump.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Lady Gaga.

Á neðri myndinni er Margrét Helga.

***

Og hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár