Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

290. spurningaþraut: Upphafsorð frægra skáldsagna

290. spurningaþraut: Upphafsorð frægra skáldsagna

Hér er hlekkur á þrautina síðan í gær.

***

Allar spurningar dagsins snúast um upphafssetningar frægra skáldsagna. Tekið skal fram að þar sem það á við hef ég sjálfur þýtt setningarnar sem teknar eru úr erlendum bókum. En aukaspurningarnar sýna fræga rithöfunda.

Á myndinni hér að ofan er bandarískur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda alllanga hríð en hefur hins vegar kannski ekki talist mjög virtur höfundur, þannig séð. Á því er að verða breyting því gríðarlega vinsæl Netflix-sería að nafni Bridgerton hefur nú aukið vinsældir og virðingu höfundarins enn frekar — því Bridgerton er gerð eftir sögum hennar. En hvað heitir höfundurinn?

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða skáldsaga hefst á þessa leið? — „Einhvers staðar í La Mancha héraði, á stað sem ég nenni ekki að muna hvað heitir, þar bjó herramaður einn fyrir ekki svo löngu, einn af þessum körlum sem eiga lensu og gamlan skjöld og horaða bikkju og fótfráan mjóhund.“

2.   Hvaða saga hefst svo? — „Þegar Gregor Samsa rumskaði af órólegum draumum einhvern morguninn uppgötvaði hann að hann hafði breyst í risastóra pöddu.“

3.   „Mörður hét maður er kallaður var gígja.“ — Hvaða saga byrjar á þessa leið?

4.   En hvaða langa og dramatíska skáldsaga hefst svo? — „Hamingjusamar fjölskyldur eru allar eins, en óhamingjusamar fjölskyldur eru óhamingjusamar hver á sinn hátt.“

5.   En hvaða bók byrjar hins vegar á þessa leið? —  „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn."

6,   Hvaða óhugnanlega saga hefst svo? — „Það var bjartur og kaldur dagur í apríl og klukkurnar slógu þrettán.“

7.   „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár.“ — Í hvaða bók segir svo?  

8.   Einn heilmikill doðrantur byrjar á þessari stuttu setningu. — „Kallið mig Ísmael.“ Hvað heitir sá doðrantur?

9.   Og þetta léttúðuga upphaf, hvar er það að finna? — „Það er sannleikur hvarvetna viðurkenndur að einhleypan mann, sem er vel stöndugur, hann hlýtur að vanta eiginkonu.“

10.   Hér dugar að nefna bókaflokk. — „Herra og frú Dursley á Privet Drive númer fjögur uppástóðu ævinlega stolt í bragði að þau væru ósköp venjulegt fólk.“

***

Seinni aukaspurning:

Karlinn hér að neðan var afar vinsæll á 19. öld og er svo sem enn. Hvað hét hann?

***

Svör við aðalspurningum eru hér að neðan. Ekki er nauðsynlegt að þekkja höfundana, þótt nöfn þeirra fylgi hér með (í 9 tilfellum af 10).

1.   Don Kíkóti eftir Cervantes.

2.   Hamskiptin (Metamorphosis) eftir Kafka.

3.   Njálssaga.

4.   Anna Karenina eftir Tolstoj.

5.   Brekkukotsannáll eftir Halldór Laxness.

6.   1984 eftir Orwell.

7.   Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness.

8.   Moby Dick eftir Melville.

9.   Hroki og hleypidómar (Pride and prejudice) eftir Jane Austen.

10.   Þetta er upphaf fyrstu Harry Potter-bókarinnar, Harry Potter og viskusteinninn, eftir J.K.Rowling. Það dugar sem sé að nefna Harry Potter.

***

Svör við aukaspurningum:

Á eftir myndinni er Julia Pottinger, sem er þó mun þekktari undir höfundarnafni sínu Julia Quinn.

Á neðri myndinni er Charles Dickens.

***   

Hér er aftur hlekkur á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár