Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

289. spurningaþraut: Torquay, Dægurvísa, McGillis, tennur, Green — og margt fleira!

289. spurningaþraut: Torquay, Dægurvísa, McGillis, tennur, Green — og margt fleira!

Þrautin 288. leynist á þessum hlekk.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margar eru fullorðinstennurnar í manneskju? (Þessi spurning hlaut að koma. Hún hefur þá að minnsta kosti verið afgreidd að eilífu!)

2.   Torquay heitir smábær á Englandi, vinsæll sumarleyfisstaður við Ermarsund. Bærinn er að öðru leyti ekki mjög þekktur en þar gerðist þó ein allra rómaðasta sjónvarpssería sem Englendingar hafa gert og hóf göngu sína 1975. Reyndar sást nú lítið af bænum Torquay í seríunni, því mestallt besta grínið fór fram innandyra. Hvað hét þessi sería?

3.   Hver lék aðal karlhlutverkið í þessari seríu?

4.   Hver er eini tónlistarmaðurinn sem fengið hefur Nóbelsverðlaun í bókmenntum?

5.   Hvað gerði Alexander Fleming sér til frægðar?

6.   Skáldsögurnar Dægurvísa, Snaran og Lifandi vatnið voru allar lagðar fram sem framlag Íslands til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1965, 1968 og 1974. Hver skrifaði þær?

7.   Kelly McGillis lék árið 1986 aðal kvenrulluna í afar vinsælli amerískri bíómynd. Nú bíður hins vegar frumsýningar framhald þessar myndar, og svo bregður við að þótt aðal karlinn úr fyrri myndinni endurtaki hlutverk sitt í þeirri nýju 35 árum síðar, þá þykir Kelly McGillis orðin of gömul til að fá hlutverk í framhaldsmyndinni! Hvað hét þessi fræga fyrri mynd?

8.   Hvar er hið fræga Steinasafn Petru?

9.   Hver lék Rachel Green?

10.   Hvaða eldstöð er undir Mýrdalsjökli?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr er á myndinni hér að neðan? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.   32. Ekki skal taka neitt tillit til fjölskylduþjóðsagna um að afi (eða amma) hafi haft 36 tennur eða eitthvað. Rétt svar er 32 og ekkert annað.

2.   Hótel Tindastóll eða Fawlty Towers.

3.   John Cleese.

4.   Bob Dylan.

5.   Fann pensillín.

6.   Jakobína Sigurðardóttir.

7.   Top Gun.

8.   Stöðvarfirði.

9.   Jennifer Aniston.

10.   Katla.

***

Svör  við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseti.

Á neðri myndinni er lemúr af tegund sem heitir á ensku ringtailed lemur og þýtt hefur verið sem hringrófulemúr. Helsta sérfræðingi íslenskra fjölmiðla í lemúrafræðum (Veru Illugadóttur) þykir hins vegar heitið kattalemúr betra, enda heitir lemúrinn „lemur catta“ á latínu. Eindregið skal tekið undir það hér. Hins vegar er alveg nóg í þessu tilfelli að segja bara lemúr.

***

Hér er hlekkur frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár