Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

288. spurningaþraut: Hver er móðir hinnar þriggja ára Alexis Olympiu Ohanian?

288. spurningaþraut: Hver er móðir hinnar þriggja ára Alexis Olympiu Ohanian?

Hlekkur á þraut númer 287.

***

Fyrri aukaspurning.

Þær eru víða blokkirnar. En flestir munu þó átta sig á að blokk eins og sú sem sést á myndinni hér að ofan getur aðeins verið í einni borg. Hver er borgin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver eða hverjir sungu fyrir Íslands hönd í Eurovision 1987?

2.   Mariana-gjáin, hvað er merkilegt við hana?

3.   Á árunum 2003-2004 stýrði Óskar Jónasson gamanþáttum á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi, Guðlaug Elísabet og Edda Björg, Pétur Jóhann, Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr og fleiri fóru með gamanmál. Þættirnir hétu eftir ákveðnu dýri og ákveðinni matartegund, sem sé ....?

4.   „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Í hvaða bókmenntaverki falla þessi ódauðlegu orð?

5.   Hvað þýðir „deja vu“?

6.   Hver er hæsta bygging á Íslandi? Þá teljast ekki með möstur og reykháfar.

7.   Hver sér um þáttinn „Á reki“ í Ríkisútvarpinu?

8.   Hvaða starfi gegndu feðgarnir Ísleifur Gissurarson og Gissur Ísleifsson fyrstir allra á Íslandi?

9.   Sarah Jessica Parker hefur reglulega síðustu áratugi brugðið sér í hlutverk Carrie nokkurrar Bradshaw. Við hvað starfar hin ímyndaða persóna Carrie Bradshaw?

10.   Alexis Olympia Ohanian er þriggja ára stúlka. Faðir hennar er einn af stofnendum vefsíðunnar Reddit, en þó hann hafi einu sinni verið kallaður „borgarstjóri internetsins“, þá er mamma Alexis töluvert meira áberandi í bili. Stúlkan ferðast töluvert um heiminn með mömmu sinni — jafnvel á þessum covid-tímum, því móðir stúlkunnar og starfsfélagar hennar ferðast meira þessa mánuði en flestir. Sumir halda því fram að fæðing Alexis litlu hafi truflað móður hennar frá því að verða ótvírætt allra, allra best kvenna í sögunni í sinni grein, en mamman er þó enn að reyna — enda annáluð fyrir þrautseigju og hörku — og er nú stödd í Ástralíu þeirra erinda. Hver er móðir Alexis Olympiu? 

***

Síðari aukaspurning.

Myndin hér að neðan er úr vinsælli sjónvarpsseríu sem hefur verið sýnd á Íslandi og víðar öðru hvoru síðustu árin. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Halla Margrét.

2.   Dýpsta gjá í sjónum, mesta hafdýpi á jörðinni.

3.   Svínasúpan.

4.   Gíslasögu Súrssonar.

5.   Endurtekningarupplifun, finnast eitthvað hafa gerst áður.

6.    Turninn á Smáratorgi í Kópavogi. Hann er 77,6 metra hár, þremur metrum hærri en Hallgrímskirkja.

7.   KK.

8.   Þeir voru biskupar.

9.   Dálkahöfundur, blaðamaður.

Serena, Alexis yngri, Alexis eldri

10.   Serena Williams tennisleikari.

***

Svör við aukaspurningum:

Blokkin er í Hong Kong.

Sjónvarpsserían heitir Babylon Berlin, en þið fáið líka rétt fyrir Berlin Babylon!

***

Hlekkur á þrautina síðustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár