Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

288. spurningaþraut: Hver er móðir hinnar þriggja ára Alexis Olympiu Ohanian?

288. spurningaþraut: Hver er móðir hinnar þriggja ára Alexis Olympiu Ohanian?

Hlekkur á þraut númer 287.

***

Fyrri aukaspurning.

Þær eru víða blokkirnar. En flestir munu þó átta sig á að blokk eins og sú sem sést á myndinni hér að ofan getur aðeins verið í einni borg. Hver er borgin?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver eða hverjir sungu fyrir Íslands hönd í Eurovision 1987?

2.   Mariana-gjáin, hvað er merkilegt við hana?

3.   Á árunum 2003-2004 stýrði Óskar Jónasson gamanþáttum á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi, Guðlaug Elísabet og Edda Björg, Pétur Jóhann, Sigurjón Kjartansson, Jón Gnarr og fleiri fóru með gamanmál. Þættirnir hétu eftir ákveðnu dýri og ákveðinni matartegund, sem sé ....?

4.   „Skaltu það muna, vesall maður, meðan þú lifir að kona hefur barið þig.“ Í hvaða bókmenntaverki falla þessi ódauðlegu orð?

5.   Hvað þýðir „deja vu“?

6.   Hver er hæsta bygging á Íslandi? Þá teljast ekki með möstur og reykháfar.

7.   Hver sér um þáttinn „Á reki“ í Ríkisútvarpinu?

8.   Hvaða starfi gegndu feðgarnir Ísleifur Gissurarson og Gissur Ísleifsson fyrstir allra á Íslandi?

9.   Sarah Jessica Parker hefur reglulega síðustu áratugi brugðið sér í hlutverk Carrie nokkurrar Bradshaw. Við hvað starfar hin ímyndaða persóna Carrie Bradshaw?

10.   Alexis Olympia Ohanian er þriggja ára stúlka. Faðir hennar er einn af stofnendum vefsíðunnar Reddit, en þó hann hafi einu sinni verið kallaður „borgarstjóri internetsins“, þá er mamma Alexis töluvert meira áberandi í bili. Stúlkan ferðast töluvert um heiminn með mömmu sinni — jafnvel á þessum covid-tímum, því móðir stúlkunnar og starfsfélagar hennar ferðast meira þessa mánuði en flestir. Sumir halda því fram að fæðing Alexis litlu hafi truflað móður hennar frá því að verða ótvírætt allra, allra best kvenna í sögunni í sinni grein, en mamman er þó enn að reyna — enda annáluð fyrir þrautseigju og hörku — og er nú stödd í Ástralíu þeirra erinda. Hver er móðir Alexis Olympiu? 

***

Síðari aukaspurning.

Myndin hér að neðan er úr vinsælli sjónvarpsseríu sem hefur verið sýnd á Íslandi og víðar öðru hvoru síðustu árin. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Halla Margrét.

2.   Dýpsta gjá í sjónum, mesta hafdýpi á jörðinni.

3.   Svínasúpan.

4.   Gíslasögu Súrssonar.

5.   Endurtekningarupplifun, finnast eitthvað hafa gerst áður.

6.    Turninn á Smáratorgi í Kópavogi. Hann er 77,6 metra hár, þremur metrum hærri en Hallgrímskirkja.

7.   KK.

8.   Þeir voru biskupar.

9.   Dálkahöfundur, blaðamaður.

Serena, Alexis yngri, Alexis eldri

10.   Serena Williams tennisleikari.

***

Svör við aukaspurningum:

Blokkin er í Hong Kong.

Sjónvarpsserían heitir Babylon Berlin, en þið fáið líka rétt fyrir Berlin Babylon!

***

Hlekkur á þrautina síðustu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár