287. spurningaþraut: Hvar var Hery Martial Rajaonarimampianina Rakotoarimanana forseti?

287. spurningaþraut: Hvar var Hery Martial Rajaonarimampianina Rakotoarimanana forseti?

Þraut gærdagsins.

***

Aukaspurning 1:

Unga konan á myndinni hér að ofan er tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í ... hverju?

***

Aðalspurningar:

1.   Konráð og Erlendur. Hvaða menn eru það? 

2.   Emil Nielsen var maður danskur en var fyrsti framkvæmdastjóri íslensks fyrirtækis, sem var sannkallaður burðarás samfélagsins á sínum tíma, og jafnvel að einhverju leyti enn. Hvaða félag var það?

3.   27. apríl 2014 rann maður til á hálu grasi suður á Englandi. Hver er maðurinn?

4.   Hver skrifaði Heimskringlu?

5.   Hver gekk gjarnan undir nafninu Blái engillinn?

6.   Hvar er Doggerbanki?

7.   Hvaða Íslendingur erfði flugvöll í útlöndum?

8.   Evrópusambandslöndin eru nú 27 eftir að Bretland gekk á dyr. Hve mörg þeirra hafa konu í valdamesta pólitíska embætti ríkisins?

9.   Hvað hét hinn eineygði höfuðguð norrænna manna?

10.   Hery Martial Rajaonarimampianina Rakotoarimanana var forseti í býsna stóru landi í Afríku frá 2014 ti 2018. Hann bauð sig svo fram að nýju, en komst ekki í síðari umferð forsetakosninganna í landinu, þar sem á endanum var kosið milli Marc Ravalomanana og Andry Nirina Rajoelina. Þeir höfðu reyndar báðir gegnt forsetaembættinu áður. Andry Nirina Rajoelina bar sigur úr býtum og er nú forseti landsins. Hvaða land er þetta?

***

Aukaspurning 2:

Hvað heitir karlinn sem heldur hér á dagblaði?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Lögreglumenn, aðalpersónur í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar. Auðvitað er eflaust víða hægt að finna bæði Konráð og Erlend, en þetta er samt eina rétta svarið. 

2.   Eimskipafélag Íslands. 

3.   Steven Gerrard.

4.   Snorri Sturluson.

5.   Marlene Dietrich.

6.   Í Norðursjó.

7.   Guðbergur Bergsson.

8.   Fimm — Danmörk, Eistland, Finnland, Litháen og Þýskaland. Litháen er talið hér með þótt forseti þar í landi sé allvaldamikill og þar sitji karlmaður. Í Slóvakíu er kona forseti en það embætti er valdalítið, líkt og forsetaembættið á Íslandi. 

9.   Óðinn.

10.   Madagaskar.

***

Svör við aukaspurningum:

Hún Anya Taylor-Joy er tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Drottningarbragði — The Queen's Gambit.

Og það var að sjálfsögðu Truman Bandaríkjaforseti sem heldur sigri hrósandi á blaðinu, þar sem tilkynnt var (ranglega) að hann hefði beðið lægri hlut í forsetakosningum vestanhafs gegn Thomasi Dewey. 

***

Og að lokum:

Þraut gærdagsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár