Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Selja þriggja milljarða makrílkvóta: „Þetta er mikill tilfinningarússíbani“

Páll Þór Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Hug­ins í Eyj­um, seg­ir að erfitt sé að horfa á eft­ir út­gerð sem ver­ið hef­ur í fjöl­skyld­unni í 62 ár. Hug­inn er frum­kvöð­ull í mak­ríl­veið­um við Ís­land og fékk 6.6 millj­arða kvóta fyr­ir þrem­ur ár­um.

Selja þriggja milljarða makrílkvóta: „Þetta er mikill tilfinningarússíbani“
Sjöunda stærsta útgerðin Vinnslustöðin var fyrir viðskiptin sjöunda stærsta útgerð landsins og stækkar nú enn. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

„Þetta er mikill tilfinningarússíbani þegar maður er að láta svona frá sér, gamalt fjölskyldufyrirtæki,  ættaróðalið getur maður sagt, en maður vissi svo sem alltaf að þessi dagur kæmi,“ segir Páll Þór Guðmundsson, fráfarandi framkvæmdastjóri og einn af seljendum útgerðar Hugins í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin í Eyjum hefur keypt meirihlutann í útgerðinni, 52 prósent, af þeim systkinum Páli, Gylfa, Guðmundi og Bryndísi Guðmundsbörnum en fyrir átti Vinnslustöðin 48 prósent í Hugin.

Páll Þór segir að kaupverðið verði ekki gefið upp. „Kaupverð er aldrei gefið upp í svona viðskiptum. Menn geta kannski reynt að fiska það upp úr ársreikningum þegar þeir koma.“ Aðspurður um hvort þau systkinin gangi sátt frá borði segir Páll „já, já.“ 

Kaupverðið ekki gefið uppHlutdeild systkinanna í makrílkvóta Hugins var um 3 milljarðar króna.

Með sölunni líkur 62 ára eignarhaldi fjölskyldu systkinanna á útgerð í Vestmannaeyjum en faðir systkinanna, Guðmundur Gunnarsson, stofnaði útgerðarfélag með þessu nafni í Eyjum árið 1959. Bræður Páls munu hins vegar halda áfram að starfa sem skipstjórar hjá Vinnslustöðinni eftir að viðskiptin hafa gengið í gegn, samkvæmt tilkynningu frá Vinnslustöðinni. 

Huginn ehf. rekur frystitogarann Huginn VE-55 og stundar veiðar á uppsjávartegundum, makríl, loðnu, kolmunna og síld. 

Makríllinn um 6 milljarða króna virði

Huginn er önnur þeirra útgerða sem leitt hefur málareksturinn gegn íslenska ríkinu síðastliðin ár út af makrílúthlutuninni á árunum 2011 til 2018. Telur útgerðin að hún hefði átt að fá rúm 8 prósent makrílkvótans en ekki tæplega 6,6 prósent.  Hin útgerðin var Ísfélag Vestmannaeyja. 

Huginn fékk úthlutað makrílkvóta árið 2019 þegar sú fisktegund var kvótasett út frá veiðireynslu. Huginn var frumkvöðull í makrílveiðum á Íslandi eins og Vinnslustöðin nefnir í tilkynningu sinni um viðskiptin: „Útgerðarfélagið Huginn var frumkvöðull að makrílveiðum við Ísland og fór að þreifa fyrir sér í þeim efnum á árunum 2002 til 2006 en með misjöfnum árangri. Það var svo sumarið 2007 að áhöfn Hugins VE náði alls um 3.000 tonnum, þar af um 2.500 tonnum í íslenskri lögsögu og 500 tonnum í þeirri færeysku. Þar með hófust beinar makrílveiðar í lögsögu Íslands.“

Huginn er í dag sjöundi stærsti kvótahandhafi í makríl á Íslandi með 6.6 prósent kvótans og er hann tæplega 6 milljarða króna virði miðað við þorskígildisstuðul makríls, samkvæmt vef Fiskistofu fyrir árið 2021. Samkvæmt þessu verði er söluverð á makrílkvóta 700 krónur fyrir hvert kíló. Miðað við þetta eru systkinin nú að selja makrílkvóta fyrir rúmlega 3 milljarða króna til Vinnslustöðvarinnar. 

Huginn á auk á þess tæplega 1,4 prósent loðnukvótans, 4,2 prósent loðmunnakvótans og rúm 4.6 prósent norsk-íslenska síldarkvótans við Íslandsstrendur og 2.2 prósent síldarkvótans. 

„Það er gott að eignirnar verði áfram heima“
Páll Þór Guðmundsson

Kvóti upp á marga milljarða króna er því að skipta um hendur og Vinnslustöðin stækkar enn en félagið var, fyrir viðskiptin, sjöunda stærsta útgerð landsins með tilliti til kvótaeignar. 

Gott að eignirnar verði í Eyjum

Páll Þór segir að hann sé sáttur við það að Vinnslustöðin hafi keypt eignarhlutann í félaginu og eignirnar verði áfram í Vestmannaeyjum. „Það er gott að eignarnar verði áfram heima og þetta haldi áfram starfsemi heim. Það hjálpar manni í þessum tilfinningarússibana að láta þessar eignir frá sér,“ segir Páll Þór. 

Talsverðar deilur voru innan Vinnslustöðvarinnar á milli Eyjamannanna í eigendahópnum, sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson var í forsvari fyrir, og Guðmundar Kristjánssonar í Brim þegar sá síðarnefndi átti hlut í félaginu. Þeirri deilu var gjarnan stillt upp sem deilu Eyjamanna og utanbæjarmanna. Ekki var skorið á þann hnút fyrr en Kaupfélag Skagfirðinga eignaðist hlut Guðmundar í Vinnslustöðinni. Eignarhaldið á Huginn helst hins vegar í heimabyggð og á Vinnslustöðin nú allt félagið.  

Ekki náðist í Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, við vinnslu fréttarinnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár