Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

Hér er hlekkur gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hluti af plötuumslagi hvaða tónlistarmanns má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í ríki einu hér í henni veröld ber þjóðhöfðinginn á máli heimamanna titilinn „tennō“. Núverandi tennō hefur verið í embætti síðan 2019 þegar hann (já, karlmaður) tók við með viðhöfn. Hvaða ríki er hér um að ræða?

2.   Daði í Snóksdal hét maður nokkur sem fékkst við sitt af hverju um ævina en er þó langþekktastur fyrir afdrifaríka aðild sína að deilum við ... ja, hvern?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

4.   Franskur rithöfundur um 1800 hét François-René Chateaubriand. En hvað er chateaubriand annað?

5.   Hvaða hljómsveit stofnuðu meðlimir Joy Division eftir að aðalsprautan og söngvarinn Ian Curtis svipti sig lífi?

6.   Í vinsælli Netflix-seríu frá Spáni, sem heitir á ensku Money Heist — en La casa de papel eða Pappírshúsið á spænsku — þar segir frá ræningjaflokki sem gengur til verka með grímur sem eru eftirlíking af andliti frægs spænsks málara. Hver er sá málari?

7.   Hve margar seríur af íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð hafa verið sýndar?

8.   Hver var Frakklandsforseti á undan núverandi forseta?

9.   Hvað gerði Luca Brasi að lokum?

10.   Hvaða fræga fótboltalið ber heiti sem þýðir „vopnabúr“?

***

Síðari aukaspurning:

Hver mótaði þessa styttu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Japan.

2.   Jón Arason biskup.

3.   Úrúgvæ.

4.   Nautasteik.

5.   New Order.

Gríma Dalis.

6.   Salvador Dali.

7.   Tvær.

8.   Hollande.

Luca Brasi (t.h.) var dugmikill morðingiCorleone fjölskyldunnar í mynd Coppola um Guðföðurinn.

9.   Svaf með fiskunum. „Dó“ dugar ekki. Hér er að sjálfsögðu vitnað til kvikmyndarinnar The Godfather.

10.   Arsenal.

***

Svör við aukaspurningum:

Plötuna gerði John Lennon, eins og hér má sjá:

Styttuna af Davíð konungi gerði Michelangelo.

***

Og hér er hlekkur á þraut gærsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár