Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

Hér er hlekkur gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hluti af plötuumslagi hvaða tónlistarmanns má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í ríki einu hér í henni veröld ber þjóðhöfðinginn á máli heimamanna titilinn „tennō“. Núverandi tennō hefur verið í embætti síðan 2019 þegar hann (já, karlmaður) tók við með viðhöfn. Hvaða ríki er hér um að ræða?

2.   Daði í Snóksdal hét maður nokkur sem fékkst við sitt af hverju um ævina en er þó langþekktastur fyrir afdrifaríka aðild sína að deilum við ... ja, hvern?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

4.   Franskur rithöfundur um 1800 hét François-René Chateaubriand. En hvað er chateaubriand annað?

5.   Hvaða hljómsveit stofnuðu meðlimir Joy Division eftir að aðalsprautan og söngvarinn Ian Curtis svipti sig lífi?

6.   Í vinsælli Netflix-seríu frá Spáni, sem heitir á ensku Money Heist — en La casa de papel eða Pappírshúsið á spænsku — þar segir frá ræningjaflokki sem gengur til verka með grímur sem eru eftirlíking af andliti frægs spænsks málara. Hver er sá málari?

7.   Hve margar seríur af íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð hafa verið sýndar?

8.   Hver var Frakklandsforseti á undan núverandi forseta?

9.   Hvað gerði Luca Brasi að lokum?

10.   Hvaða fræga fótboltalið ber heiti sem þýðir „vopnabúr“?

***

Síðari aukaspurning:

Hver mótaði þessa styttu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Japan.

2.   Jón Arason biskup.

3.   Úrúgvæ.

4.   Nautasteik.

5.   New Order.

Gríma Dalis.

6.   Salvador Dali.

7.   Tvær.

8.   Hollande.

Luca Brasi (t.h.) var dugmikill morðingiCorleone fjölskyldunnar í mynd Coppola um Guðföðurinn.

9.   Svaf með fiskunum. „Dó“ dugar ekki. Hér er að sjálfsögðu vitnað til kvikmyndarinnar The Godfather.

10.   Arsenal.

***

Svör við aukaspurningum:

Plötuna gerði John Lennon, eins og hér má sjá:

Styttuna af Davíð konungi gerði Michelangelo.

***

Og hér er hlekkur á þraut gærsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár