Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

285 spurningaþraut: Hvar situr tennō, við hvern deildi Daði í Snóksdal?

Hér er hlekkur gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hluti af plötuumslagi hvaða tónlistarmanns má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.   Í ríki einu hér í henni veröld ber þjóðhöfðinginn á máli heimamanna titilinn „tennō“. Núverandi tennō hefur verið í embætti síðan 2019 þegar hann (já, karlmaður) tók við með viðhöfn. Hvaða ríki er hér um að ræða?

2.   Daði í Snóksdal hét maður nokkur sem fékkst við sitt af hverju um ævina en er þó langþekktastur fyrir afdrifaríka aðild sína að deilum við ... ja, hvern?

3.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Montevideo?

4.   Franskur rithöfundur um 1800 hét François-René Chateaubriand. En hvað er chateaubriand annað?

5.   Hvaða hljómsveit stofnuðu meðlimir Joy Division eftir að aðalsprautan og söngvarinn Ian Curtis svipti sig lífi?

6.   Í vinsælli Netflix-seríu frá Spáni, sem heitir á ensku Money Heist — en La casa de papel eða Pappírshúsið á spænsku — þar segir frá ræningjaflokki sem gengur til verka með grímur sem eru eftirlíking af andliti frægs spænsks málara. Hver er sá málari?

7.   Hve margar seríur af íslensku sjónvarpsseríunni Ófærð hafa verið sýndar?

8.   Hver var Frakklandsforseti á undan núverandi forseta?

9.   Hvað gerði Luca Brasi að lokum?

10.   Hvaða fræga fótboltalið ber heiti sem þýðir „vopnabúr“?

***

Síðari aukaspurning:

Hver mótaði þessa styttu?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Japan.

2.   Jón Arason biskup.

3.   Úrúgvæ.

4.   Nautasteik.

5.   New Order.

Gríma Dalis.

6.   Salvador Dali.

7.   Tvær.

8.   Hollande.

Luca Brasi (t.h.) var dugmikill morðingiCorleone fjölskyldunnar í mynd Coppola um Guðföðurinn.

9.   Svaf með fiskunum. „Dó“ dugar ekki. Hér er að sjálfsögðu vitnað til kvikmyndarinnar The Godfather.

10.   Arsenal.

***

Svör við aukaspurningum:

Plötuna gerði John Lennon, eins og hér má sjá:

Styttuna af Davíð konungi gerði Michelangelo.

***

Og hér er hlekkur á þraut gærsins!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár