Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

282. spurningaþraut: Járnbraut, samúræjar, yakuza, canis lupus

282. spurningaþraut: Járnbraut, samúræjar, yakuza, canis lupus

Hlekkur. Þraut. Gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Roger Fenton hét enskur ljósmyndari sem kallaður hefur verið fyrsti stríðsljósmyndarinn. Myndin hér að ofan er ein myndanna sem hann tók í stríði sem hann var sendur til að ljósmynda rétt upp úr miðri 19. öld. Hvaða stríð skyldi það hafa verið?

***

Aðalspurningar:

1.   Eina eiginlega járnbrautin á Íslandi var lögð til að auðvelda vinnu við ákveðið mannvirki. Hvaða mannvirki var það?

2.   Hvað er eða var samúraji?

3.   En hvað er yakuza?

4.   Við hvaða reikistjörnu eru tunglin Phobos og Deimos?

5.   Nikulásargjá má líta á sem hluta Flosagjár. En hluti Nikulásargjár er raunar kallaður öðru nafni. Hvað er það?

6.   Hvað kallast skaginn milli Húnaflóa og Skagafjarðar?

7.   Vinsæl erlend hljómsveit hófst feril sinn með plötunni Leisure árið 1991. Síðan fylgdi Modern Life is Rubbish í kjölfarið og þar næst Parklife. Hvað heitir hljómsveitin?

8.   Hvaða þjóð er nú heimsmeistari í handbolta karla?

9.   Hvaða fjall gaus á Íslandi árið 1104 og lagði fjölda bæja í eyði?

10.   Dýr nokkurt heitir á latínu „canis lupus“. Hvað heitir dýrið á íslensku?

***

Seinni aukaspurning.

Hver málaði þessa snotru tígra hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Höfnin í Reykjavík.

2.   Japanskur stríðsmaður.

3.   Japönsk glæpasamtök.

4.   Mars.

5.   Peningagjá.

6.   Skagi.

7.   Blur.

8.   Danir.

9.   Hekla.

10.   Úlfur.

***

Svör við aukaspurningum:

Stríð sem Fenton myndaði var Krímstríðið 1853-56.

Dali málaði tígrisdýrin.

***

Hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár