***
Fyrri aukaspurning.
Roger Fenton hét enskur ljósmyndari sem kallaður hefur verið fyrsti stríðsljósmyndarinn. Myndin hér að ofan er ein myndanna sem hann tók í stríði sem hann var sendur til að ljósmynda rétt upp úr miðri 19. öld. Hvaða stríð skyldi það hafa verið?
***
Aðalspurningar:
1. Eina eiginlega járnbrautin á Íslandi var lögð til að auðvelda vinnu við ákveðið mannvirki. Hvaða mannvirki var það?
2. Hvað er eða var samúraji?
3. En hvað er yakuza?
4. Við hvaða reikistjörnu eru tunglin Phobos og Deimos?
5. Nikulásargjá má líta á sem hluta Flosagjár. En hluti Nikulásargjár er raunar kallaður öðru nafni. Hvað er það?
6. Hvað kallast skaginn milli Húnaflóa og Skagafjarðar?
7. Vinsæl erlend hljómsveit hófst feril sinn með plötunni Leisure árið 1991. Síðan fylgdi Modern Life is Rubbish í kjölfarið og þar næst Parklife. Hvað heitir hljómsveitin?
8. Hvaða þjóð er nú heimsmeistari í handbolta karla?
9. Hvaða fjall gaus á Íslandi árið 1104 og lagði fjölda bæja í eyði?
10. Dýr nokkurt heitir á latínu „canis lupus“. Hvað heitir dýrið á íslensku?
***
Seinni aukaspurning.
Hver málaði þessa snotru tígra hér að neðan?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Höfnin í Reykjavík.
2. Japanskur stríðsmaður.
3. Japönsk glæpasamtök.
4. Mars.
5. Peningagjá.
6. Skagi.
7. Blur.
8. Danir.
9. Hekla.
10. Úlfur.
***
Svör við aukaspurningum:
Stríð sem Fenton myndaði var Krímstríðið 1853-56.
Dali málaði tígrisdýrin.
***
Athugasemdir