Glitnisgögnin, sem Stundin fjallaði um haustið 2017 og aftur ári síðar eftir að lögbann á umfjöllunina var fellt úr gildi, vörpuðu nýju ljósi á þátttöku Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í viðskiptum fjölskyldu sinnar með hlutabréf Íslandsbanka og fjármuni í sjóðum hans fyrir bankahrun. Bjarni var á þessum tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en átti mikla aðkomu að fjárfestingum Engeyjarfjölskyldunnar svokölluðu sem var ráðandi eigandi Íslandsbanka, bankans sem Bjarni stendur nú fyrir að selja að hluta úr ríkiseigu.
Bjarni var stjórnarformaður í tveimur félögum fjölskyldunnar, sem var stærsti lántakandi Íslandsbanka á sama tíma og hún var ráðandi eigandi bankans. Hæst fóru lán bankans til Engeyinga í 20 prósent af eiginfjárgrunni hans árið 2006, en voru 15 prósent við hrun bankans. Bjarni tók einnig þátt í Vafningsfléttunni svokölluðu, sem talin var auka áhættu bankans sem þá hafði breytt um nafn og hét Glitnir, og í kjölfarið seldi fjölskyldan hlutabréf í bankanum fyrir tæpan …
Athugasemdir