Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“

Sigrún Sól Ólafs­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að þrýsta á um úr­bæt­ur á ör­ygg­is­mál­um í sund­laug­um. Þeg­ar þau eru í lagi eigi bana­slys ekki að verða. Þeg­ar bróð­ir henn­ar drukkn­aði var því einnig hald­ið fram að um veik­indi hefði ver­ið að ræða, en krufn­ing leiddi ann­að í ljós. Ekki nóg sé að­hafst til að fyr­ir­byggja slík slys.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sundlaug Selfoss Mynd: Árborg

„Hvað þarf mörg mannslíf til?“ að knýja á um breytingar á verkferlum og öryggismálum í sundlaugum, spyr Sigrún Sól Ólafsdóttir, sem missti bróður sinn árið 2006 þegar hann drukknaði í sundi. 

Síðastliðinn fimmtudag fannst maður á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur og var úrskurðaður látinn þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Maðurinn hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs gamall.

Fullyrt að um veikindi væru að ræða

Mbl.is greindi fyrst frá málinu á sunnudag, en þar var haft eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni að um veikindi hefði verið að ræða. Síðar sama dag steig faðir Guðna, Guðni Heiðar Guðnason, fram og gerði athugasemdir við þann málflutning, þar sem sonur hans var stálhraustur maður, sem kenndi sér einskis meins og var í sundi með geðfötluðum skjólstæðingi sínum, líkt og hann gerði daglega.

„Ég skil ekki þessi vinnubrögð að fullyrða að um veikindi hafi verið að ræða,“ sagði Guðni, sem sjálfur fékk aðrar skýringar en veittar voru í fjölmiðlum.

Guðni greindi jafnframt frá því að sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en brugðist var við. Það er langur tími. Því sé honum spurn hvar sundlaugarverðirnir hafi verið þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar voru þeir í salnum, en þá spyr Guðni með hverju þeir hafi verið að fylgjast. „Hvaða verk­ferl­ar voru brotn­ir þar? Hvers vegna lá son­ur minn á botn­in­um í sex mín­út­ur?“ spurði hann í samtali við Mbl.is.

Öryggiskerfi hefði getað bjargað lífi sonarins

Í nýjum sundlaugum hafi verið sett upp kerfi sem skynjar hvort eitthvað liggi hreyfingarlaust á botni laugarinnar. Að fimmtán sekúndum liðnum eigi kerfið að gera sundlaugarvörðum viðvart. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð. Ég spyr af hverju var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ sagði Guðni síðar í viðtali við Vísi.

Hann tók jafnframt fram að hann sé ekki í leit að sökudólgum, heldur svörum við því hvað kom fyrir son sinn. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og beðið er eftir niðurstöðu krufningar. 

Áður ranglega fullyrt um veikindi

Reynsla hann minnir óneitanlega á atburðina sem áttu sér stað árið 2006, þegar Sigrún Sól missti bróður sinn. Í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag segir hún að umræðan sem á sér stað núna, eftir banaslys í Sundhöll Reykjavíkur, hafi hrært upp sárum og erfiðum minningum. Þar bendir hún á að aftur og aftur drukkni fólk í sundlaugum. Dæmi séu jafnvel um að það hafi gerst ítrekað í sömu laugunum. Slys geti gerst en það hljóti að kalla á að öryggismál og verkferlar séu lagaðir.

Í tilfelli bróður hennar hafi einnig verið fullyrt að hann hlyti að hafa verið veikur og fjölskyldan hugsaði slíkt hið sama, þar sem hann var vanur sundmaður. Foreldrar hennar heitnir lögðu sig því fram um að láta þar við sitja og biðluðu til fjölmiðla að fjalla ekki um málið, vegna þess að áfallið fyrir átján ára gamlan sundlaugarstarfsmann sem hafði það hlutverk að gæta öryggis á þessu svæði var svo mikið.

Sigrún bendir einnig á hversu skakkt það væri að 18 ára manneskja sé ein látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Til að vernda þennan starfsmann sögðu foreldrar Sigrúnar fjölskyldu hans að um veikindi hafi verið að ræða. „Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði, á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.“

Of mikil ábyrgð sett á einn starfsmann

Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.“

Viðbrögðin voru heldur fátækleg. Á sínum tíma barst fjölskyldunni blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Engar afsakanir, útskýringar og engum verkferlum breytt. Sigrún reyndi sjálf að spyrjast fyrir en fjölskyldan steig öll varlega til jarðar vegna þess að hún hafði áhyggjur af unglingnum sem hafði tekið á sig sökina og var í áfalli. Sigrún segir þó að þetta hafi svo sannarlega ekki verið hennar sök. Það sé óskiljanlegt að ein manneskja sé látin bera svona mikla ábyrgð, hvað þá þegar hún er svo ung og hefur fengið litla þjálfun.

„Enginn kom“

„Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að, og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn.“

Enginn starfsmaður hafi verið sýnilegur, engin viðbrögð fengist en hópur barna hafi verið í uppnámi og talið að vinur sinn væri að drukkna. „Enginn kom,“ skrifar hún og lýsir því hvernig hún ruddist upp í eftirlitsturninn þar sem einn starfsmaður sat, unglingsstúlka sem var að skoða símann sinn. Sigrún lét ekki þar við sitja heldur reyndi hún að ræða við starfsmenn í afgreiðslunni en fékk lítil viðbrögð, segir að þeir hafi yppt öxlum og horft skringilega á hana, þar sem viðbrögð hennar voru kannski sterkari en tilefni var til, vegna forsögunnar, og hún brást í grát. „Það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað,“ skrifar hún og bætir því að ekkert hafi verið skoðað í kjölfarið, ekkert gert. „Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.“

Að lokum segist hún ekki vera vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi en það verði að þrýsta úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Yfirklór og vörn dugi ekki til, það þýði ekkert að segja að ýmislegt hafi verið lagað. „Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss

Færsluna má lesa hér að neðan í heild sinni:

„Fréttir af þessu slysi í Sundhöll Reykjavíkur þar sem ungur maður er hrifsaður á braut hræra upp sárum og erfiðum minningum. Ég samhryggist fjölskyldu hans og vinum innilega. 

Ég hnaut einmitt um fyrsta fréttaflutning af málinu, þar sem lögreglumaður fullyrti að um veikindi hefði verið að ræða.

Aftur og aftur í gegnum árin koma upp slys, drukknun, í sundlaugum. Stundum í sömu laugum. Slys geta gerst. En, það er gersamlega sturlað að ekki sé farið margfalt betur yfir öryggismál og verkferlar lagaðir. Hvað þarf mörg mannslíf til?

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss árið 2006. 42ja ára gamall.

Þá voru fyrstu viðbrögð þau sömu og hér: „Hann hlýtur að hafa verið veikur.“

Þá hugsuðum við það líka, fjölskyldan hans: „hann hlýtur að hafa veikst.“ Það bara gekk ekki upp að hann gæti einfaldlega drukknað.

Í því tilfelli lögðu foreldrar mínir heitnir sig meira að segja fram um að láta við það sitja útá við, vegna þess að áfall starfsmannsins, sem átti að gæta svæðisins þar sem slysið varð, var svo stórt og mikið. Manneskjan fékk taugaáfall. 18 ára og látin bera ein alla ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Við meira að segja biðluðum til þess að fjölmiðlar myndu ekki slá þessu upp því foreldrar mínir óttuðust um heilsu starfsmannsins.

Til að vernda hana. Þau meira að segja sögðu hennar fjölskyldu beinlínis að um veikindi hefði verið að ræða.

Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.

Þetta kvöld í lok október var slagveður og hann hafði legið þarna margar mínútur og það var annar sundlaugargestur sem fann hann.

Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.

Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. 

Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn. Enginn starfsmaður sýnilegur, enginn viðbrögð og hópur barna í panikki og héldu að vinur sinn væri að drukkna. Enginn kom. 

Ég ruddist upp í turninn þarna úti og þar sat ein unglingsstelpa og var að skoða símann sinn. Eftir á reyndi ég að tala um þetta við starfsmenn í afgreiðslunni og það var bara yppt öxlum. Og horft á mig skringilega. Enda kannski ekki skrýtið því ég brast í grát og það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað. Ekkert skoðað - ekkert gert. Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.

PS. Ég er ekki vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi. En ég vona meiri þrýstingur verði settur á að raunverulega séu gerðar úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Ekki bara yfirklór og hrökkva í vörn og segja: „Jú, víst hefur ýmislegt verið lagað.“

Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár