Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“

Sigrún Sól Ólafs­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að þrýsta á um úr­bæt­ur á ör­ygg­is­mál­um í sund­laug­um. Þeg­ar þau eru í lagi eigi bana­slys ekki að verða. Þeg­ar bróð­ir henn­ar drukkn­aði var því einnig hald­ið fram að um veik­indi hefði ver­ið að ræða, en krufn­ing leiddi ann­að í ljós. Ekki nóg sé að­hafst til að fyr­ir­byggja slík slys.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sundlaug Selfoss Mynd: Árborg

„Hvað þarf mörg mannslíf til?“ að knýja á um breytingar á verkferlum og öryggismálum í sundlaugum, spyr Sigrún Sól Ólafsdóttir, sem missti bróður sinn árið 2006 þegar hann drukknaði í sundi. 

Síðastliðinn fimmtudag fannst maður á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur og var úrskurðaður látinn þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Maðurinn hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs gamall.

Fullyrt að um veikindi væru að ræða

Mbl.is greindi fyrst frá málinu á sunnudag, en þar var haft eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni að um veikindi hefði verið að ræða. Síðar sama dag steig faðir Guðna, Guðni Heiðar Guðnason, fram og gerði athugasemdir við þann málflutning, þar sem sonur hans var stálhraustur maður, sem kenndi sér einskis meins og var í sundi með geðfötluðum skjólstæðingi sínum, líkt og hann gerði daglega.

„Ég skil ekki þessi vinnubrögð að fullyrða að um veikindi hafi verið að ræða,“ sagði Guðni, sem sjálfur fékk aðrar skýringar en veittar voru í fjölmiðlum.

Guðni greindi jafnframt frá því að sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en brugðist var við. Það er langur tími. Því sé honum spurn hvar sundlaugarverðirnir hafi verið þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar voru þeir í salnum, en þá spyr Guðni með hverju þeir hafi verið að fylgjast. „Hvaða verk­ferl­ar voru brotn­ir þar? Hvers vegna lá son­ur minn á botn­in­um í sex mín­út­ur?“ spurði hann í samtali við Mbl.is.

Öryggiskerfi hefði getað bjargað lífi sonarins

Í nýjum sundlaugum hafi verið sett upp kerfi sem skynjar hvort eitthvað liggi hreyfingarlaust á botni laugarinnar. Að fimmtán sekúndum liðnum eigi kerfið að gera sundlaugarvörðum viðvart. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð. Ég spyr af hverju var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ sagði Guðni síðar í viðtali við Vísi.

Hann tók jafnframt fram að hann sé ekki í leit að sökudólgum, heldur svörum við því hvað kom fyrir son sinn. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og beðið er eftir niðurstöðu krufningar. 

Áður ranglega fullyrt um veikindi

Reynsla hann minnir óneitanlega á atburðina sem áttu sér stað árið 2006, þegar Sigrún Sól missti bróður sinn. Í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag segir hún að umræðan sem á sér stað núna, eftir banaslys í Sundhöll Reykjavíkur, hafi hrært upp sárum og erfiðum minningum. Þar bendir hún á að aftur og aftur drukkni fólk í sundlaugum. Dæmi séu jafnvel um að það hafi gerst ítrekað í sömu laugunum. Slys geti gerst en það hljóti að kalla á að öryggismál og verkferlar séu lagaðir.

Í tilfelli bróður hennar hafi einnig verið fullyrt að hann hlyti að hafa verið veikur og fjölskyldan hugsaði slíkt hið sama, þar sem hann var vanur sundmaður. Foreldrar hennar heitnir lögðu sig því fram um að láta þar við sitja og biðluðu til fjölmiðla að fjalla ekki um málið, vegna þess að áfallið fyrir átján ára gamlan sundlaugarstarfsmann sem hafði það hlutverk að gæta öryggis á þessu svæði var svo mikið.

Sigrún bendir einnig á hversu skakkt það væri að 18 ára manneskja sé ein látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Til að vernda þennan starfsmann sögðu foreldrar Sigrúnar fjölskyldu hans að um veikindi hafi verið að ræða. „Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði, á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.“

Of mikil ábyrgð sett á einn starfsmann

Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.“

Viðbrögðin voru heldur fátækleg. Á sínum tíma barst fjölskyldunni blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Engar afsakanir, útskýringar og engum verkferlum breytt. Sigrún reyndi sjálf að spyrjast fyrir en fjölskyldan steig öll varlega til jarðar vegna þess að hún hafði áhyggjur af unglingnum sem hafði tekið á sig sökina og var í áfalli. Sigrún segir þó að þetta hafi svo sannarlega ekki verið hennar sök. Það sé óskiljanlegt að ein manneskja sé látin bera svona mikla ábyrgð, hvað þá þegar hún er svo ung og hefur fengið litla þjálfun.

„Enginn kom“

„Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að, og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn.“

Enginn starfsmaður hafi verið sýnilegur, engin viðbrögð fengist en hópur barna hafi verið í uppnámi og talið að vinur sinn væri að drukkna. „Enginn kom,“ skrifar hún og lýsir því hvernig hún ruddist upp í eftirlitsturninn þar sem einn starfsmaður sat, unglingsstúlka sem var að skoða símann sinn. Sigrún lét ekki þar við sitja heldur reyndi hún að ræða við starfsmenn í afgreiðslunni en fékk lítil viðbrögð, segir að þeir hafi yppt öxlum og horft skringilega á hana, þar sem viðbrögð hennar voru kannski sterkari en tilefni var til, vegna forsögunnar, og hún brást í grát. „Það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað,“ skrifar hún og bætir því að ekkert hafi verið skoðað í kjölfarið, ekkert gert. „Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.“

Að lokum segist hún ekki vera vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi en það verði að þrýsta úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Yfirklór og vörn dugi ekki til, það þýði ekkert að segja að ýmislegt hafi verið lagað. „Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss

Færsluna má lesa hér að neðan í heild sinni:

„Fréttir af þessu slysi í Sundhöll Reykjavíkur þar sem ungur maður er hrifsaður á braut hræra upp sárum og erfiðum minningum. Ég samhryggist fjölskyldu hans og vinum innilega. 

Ég hnaut einmitt um fyrsta fréttaflutning af málinu, þar sem lögreglumaður fullyrti að um veikindi hefði verið að ræða.

Aftur og aftur í gegnum árin koma upp slys, drukknun, í sundlaugum. Stundum í sömu laugum. Slys geta gerst. En, það er gersamlega sturlað að ekki sé farið margfalt betur yfir öryggismál og verkferlar lagaðir. Hvað þarf mörg mannslíf til?

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss árið 2006. 42ja ára gamall.

Þá voru fyrstu viðbrögð þau sömu og hér: „Hann hlýtur að hafa verið veikur.“

Þá hugsuðum við það líka, fjölskyldan hans: „hann hlýtur að hafa veikst.“ Það bara gekk ekki upp að hann gæti einfaldlega drukknað.

Í því tilfelli lögðu foreldrar mínir heitnir sig meira að segja fram um að láta við það sitja útá við, vegna þess að áfall starfsmannsins, sem átti að gæta svæðisins þar sem slysið varð, var svo stórt og mikið. Manneskjan fékk taugaáfall. 18 ára og látin bera ein alla ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Við meira að segja biðluðum til þess að fjölmiðlar myndu ekki slá þessu upp því foreldrar mínir óttuðust um heilsu starfsmannsins.

Til að vernda hana. Þau meira að segja sögðu hennar fjölskyldu beinlínis að um veikindi hefði verið að ræða.

Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.

Þetta kvöld í lok október var slagveður og hann hafði legið þarna margar mínútur og það var annar sundlaugargestur sem fann hann.

Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.

Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. 

Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn. Enginn starfsmaður sýnilegur, enginn viðbrögð og hópur barna í panikki og héldu að vinur sinn væri að drukkna. Enginn kom. 

Ég ruddist upp í turninn þarna úti og þar sat ein unglingsstelpa og var að skoða símann sinn. Eftir á reyndi ég að tala um þetta við starfsmenn í afgreiðslunni og það var bara yppt öxlum. Og horft á mig skringilega. Enda kannski ekki skrýtið því ég brast í grát og það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað. Ekkert skoðað - ekkert gert. Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.

PS. Ég er ekki vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi. En ég vona meiri þrýstingur verði settur á að raunverulega séu gerðar úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Ekki bara yfirklór og hrökkva í vörn og segja: „Jú, víst hefur ýmislegt verið lagað.“

Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár