Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

277. spurningaþraut: Lappafjöld á kónguló og humri, eldgos nánast í höfuðborginni, og fleira!

277. spurningaþraut: Lappafjöld á kónguló og humri, eldgos nánast í höfuðborginni, og fleira!

Já, hér er hún, þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu er myndin hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét veitingastaðurinn þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og tveir þingmenn Flokks fólks sátu að sumbli sem frægt varð?

2.   Í janúar fyrir ári byrjaði eldgos í fjalli í aðeins 70 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg í Asíuríki einu þar sem búa milljónir manna. Hvað heitir landið?

3.   Þangað til árið 1898 var þetta tiltekna land undir nýlendustórn Evrópuríkis sem heitir ...?

4.   En við hvaða land er „Kóralrifið mikla“ sem svo heitir?

5.   Hvað eru margar lappir á kónguló?

6.   En á humri?

7.   Í hvaða landi er borgin Wuppertal?

8.   Hversu mörg kjörtímabil sat Vigdís Finnbogadóttir sem forseti Íslands?

9.   Hver fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka í fyrradag?

10.   Hvernig er Múmínhúsið á litinn — svona aðallega?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er á myndinni hér að neðan að lesa fyrir barnabörnin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Klaustur.

2.   Filippseyjar.

3.   Spánn.

4.   Ástralíu.

5.   Átta.

6.   Tíu.

7.   Þýskalandi.

8.   Fjögur.

9.   Elísabet Jökulsdóttir.

10.   Blátt.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr bandarísku þáttunum ER eða Bráðavaktinni.

Neðri myndin sýnir Leo Tolstoj hinn rússneska ritsnilling með barnabörnum.

***

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár