Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

277. spurningaþraut: Lappafjöld á kónguló og humri, eldgos nánast í höfuðborginni, og fleira!

277. spurningaþraut: Lappafjöld á kónguló og humri, eldgos nánast í höfuðborginni, og fleira!

Já, hér er hún, þrautin frá því í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða sjónvarpsseríu er myndin hér að ofan? 

***

Aðalspurningar:

1.   Hvað hét veitingastaðurinn þar sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og tveir þingmenn Flokks fólks sátu að sumbli sem frægt varð?

2.   Í janúar fyrir ári byrjaði eldgos í fjalli í aðeins 70 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg í Asíuríki einu þar sem búa milljónir manna. Hvað heitir landið?

3.   Þangað til árið 1898 var þetta tiltekna land undir nýlendustórn Evrópuríkis sem heitir ...?

4.   En við hvaða land er „Kóralrifið mikla“ sem svo heitir?

5.   Hvað eru margar lappir á kónguló?

6.   En á humri?

7.   Í hvaða landi er borgin Wuppertal?

8.   Hversu mörg kjörtímabil sat Vigdís Finnbogadóttir sem forseti Íslands?

9.   Hver fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka í fyrradag?

10.   Hvernig er Múmínhúsið á litinn — svona aðallega?

***

Seinni aukaspurning:

Hér er á myndinni hér að neðan að lesa fyrir barnabörnin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Klaustur.

2.   Filippseyjar.

3.   Spánn.

4.   Ástralíu.

5.   Átta.

6.   Tíu.

7.   Þýskalandi.

8.   Fjögur.

9.   Elísabet Jökulsdóttir.

10.   Blátt.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin er úr bandarísku þáttunum ER eða Bráðavaktinni.

Neðri myndin sýnir Leo Tolstoj hinn rússneska ritsnilling með barnabörnum.

***

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár