Í viðtali við blaðamann Stundarinnar segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, að miðillinn hafi leitað til Samherja með ákveðin verkefni og unnið þau í samstarfi við Samherja. „Þeir hafa leitað til okkar, eða nei, það er reyndar ekki rétt, við höfum leitað til þeirra með ákveðin verkefni og stundum höfum við fengið já og stundum nei,“ segir María. Samherji tekur þá þátt í hluta af kostnaði við gerð efnisins.
Eitt þeirra verkefna er þátturinn „Hátækni í sjávarútvegi“, sem Samherji kostaði að hluta, en þátturinn er umfjöllun um fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík.
Aðspurð um það hvað Samherji lagði mikið fé til þáttarins segir María að hún muni ekki gefa upp „peningalegar stærðir vegna þessa þáttar, frekar en annarra“.
Við erum ekki fréttastöð
Í viðtali Stundarinnar við Maríu Björk framkvæmdastjóra og Karl Eskil Pálsson, dagskrárgerðar- og fréttamann N4, segir Karl að N4 sé ekki fréttastöð. „Við erum ekki fréttastöð og við höfum …
Athugasemdir