Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.
***
Fyrri aukaspurning.
Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta?
***
Aðalspurningar:
1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253?
2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad?
3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad?
4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva?
5. Einu sinni var stofnuð hljómsveit sem kölluð var Supernova. Íslendingur einn keppti um að verða söngvari í hljómsveitinni en hafði ekki árangur sem erfiði. Hver var sá?
6. Árið 73 fyrir Krist braust út þrælauppreisn í Rómaveldi, sem virðist um tíma ætla að verða ríkinu afar skeinuhætt. Hvað hét þrællinn sem uppreisnin er kennd við?
7. Hvað hét ástargyðja norrænna manna?
8. Hvað er fjölmennast norrænu ríkjanna?
9. En næstfjölmennast?
10. Fyrir hvaða flokk situr Halldóra Mogensen á þingi? (Hún er að vísu í leyfi núna.)
***
Síðari aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Gissur jarl, hann var Þorvaldsson, en ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Gissur.
2. St.Pétursborg.
3. Volgograd.
4. Stjörnusprening, stjarna sem sundrast.
5. Magni, hann er Ásgeirsson, ef ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Magni.
6. Spartakus.
7. Freyja.
8. Svíþjóð.
9. Danmörk.
10. Pírata.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá hluta af gömu heilsuverndarstöðinni í Reykjavík.

Á neðri myndinni má sjá Thor Vilhjálmsson rithöfund.

***
Athugasemdir