Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja

275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja

Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253?

2.   Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad?

3.   En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad?

4.   Hvaða fyrirbæri er súpernóva?

5.   Einu sinni var stofnuð hljómsveit sem kölluð var Supernova. Íslendingur einn keppti um að verða söngvari í hljómsveitinni en hafði ekki árangur sem erfiði. Hver var sá?

6.   Árið 73 fyrir Krist braust út þrælauppreisn í Rómaveldi, sem virðist um tíma ætla að verða ríkinu afar skeinuhætt. Hvað hét þrællinn sem uppreisnin er kennd við?

7.   Hvað hét ástargyðja norrænna manna?

8.   Hvað er fjölmennast norrænu ríkjanna?

9.   En næstfjölmennast?

10.   Fyrir hvaða flokk situr Halldóra Mogensen á þingi? (Hún er að vísu í leyfi núna.)

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gissur jarl, hann var Þorvaldsson, en ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Gissur.

2.   St.Pétursborg.

3.   Volgograd.

4.   Stjörnusprening, stjarna sem sundrast.

5.   Magni, hann er Ásgeirsson, ef ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Magni.

6.   Spartakus.

7.   Freyja.

8.   Svíþjóð.

9.   Danmörk.

10.   Pírata.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá hluta af gömu heilsuverndarstöðinni í Reykjavík.

Myndina tók Christopher Lund árið 2009.Myndir hans fá sjá hér: https://chris.photoshelter.com/image/I00004EtB1zBbpZc

Á neðri myndinni má sjá Thor Vilhjálmsson rithöfund.

Einar Falur Ingólfssontók myndina fyrir Morgunblaðið.

***

Bæ. Hér er samt fyrst hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár