Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja

275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja

Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning.

Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253?

2.   Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad?

3.   En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad?

4.   Hvaða fyrirbæri er súpernóva?

5.   Einu sinni var stofnuð hljómsveit sem kölluð var Supernova. Íslendingur einn keppti um að verða söngvari í hljómsveitinni en hafði ekki árangur sem erfiði. Hver var sá?

6.   Árið 73 fyrir Krist braust út þrælauppreisn í Rómaveldi, sem virðist um tíma ætla að verða ríkinu afar skeinuhætt. Hvað hét þrællinn sem uppreisnin er kennd við?

7.   Hvað hét ástargyðja norrænna manna?

8.   Hvað er fjölmennast norrænu ríkjanna?

9.   En næstfjölmennast?

10.   Fyrir hvaða flokk situr Halldóra Mogensen á þingi? (Hún er að vísu í leyfi núna.)

***

Síðari aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Gissur jarl, hann var Þorvaldsson, en ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Gissur.

2.   St.Pétursborg.

3.   Volgograd.

4.   Stjörnusprening, stjarna sem sundrast.

5.   Magni, hann er Ásgeirsson, ef ef einhver er búinn að gleyma því, þá dugir Magni.

6.   Spartakus.

7.   Freyja.

8.   Svíþjóð.

9.   Danmörk.

10.   Pírata.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá hluta af gömu heilsuverndarstöðinni í Reykjavík.

Myndina tók Christopher Lund árið 2009.Myndir hans fá sjá hér: https://chris.photoshelter.com/image/I00004EtB1zBbpZc

Á neðri myndinni má sjá Thor Vilhjálmsson rithöfund.

Einar Falur Ingólfssontók myndina fyrir Morgunblaðið.

***

Bæ. Hér er samt fyrst hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár