Ég er hvítur, gagnkynhneigður karlmaður. Ófatlaður, úr millistétt, að ég held. Að minnsta kosti þessari 80’s íslensku millistétt sem var álíka mikið á barmi skyrbjúgs og flestir aðrir, slapp við að vera hissa á mandarínum en náði að vera spenntur fyrir Kool Aid.
Hvítur í hvítu landi. Karlmaður í samfélagi hönnuðu fyrir karla af körlum. Ófatlaður í umhverfi þar sem fatlaðir þurfa enn að berjast fyrir því að vera teknir alvarlega. Fá að taka þátt. Úr millistétt að því marki að eina fátæktin sem ég hef upplifað hefur verið sjálfsköpuð; þegar ég flutti of ungur af heiman, í námi, án þess að hafa almennilega efni á því og stór hluti ráðstöfunartekna fór í hass og tölvuleiki.
Allt í mínu umhverfi er bókstaflega hannað til þess að mannvera með minn bakgrunn, kyn, litarhaft og svo framvegsi njóti velgengni. Aldrei hef ég orðið fyrir aðkasti vegna húðlitar míns. Aldrei verið uppnefndur, spurður …
Athugasemdir